Hver er desertinn eftir 18 ár?

Suðurnesjamenn hafa greinlega lagst kylliflatir fyrir stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun skapa einhver störf en álverð fer nú hríðlækkandi á heimsmarkaði. Hér er verið að tjalda til einna nætur eða tveggja og ekkert meira en það.

Var annars að hlusta á fróðlegt viðtal í Reykjavík síðdegis. Þar var sett upp dæmi um Jón Jónsson úti í bæ sem að ætti evrur sem að hann gæti"dílað" með. Með því að gera það væri hann að brjóta lög en gæti í staðinn bjargað fjárhag heimilisins og hjónabandinu einnig. Hjónabandið er auðvitað farið að líða fyrir fjárhagsáhyggjur heimilisins.

Það er nú svo komið í þessu þjóðfélagi að við okkur getur blasið það að þurfa að velja á milli "þjóðarhags" og nota handónýta krónu eða að nota evruna og bjarga fjölskyldunni.

Já, þetta er kræsilegur eftirréttur sem að Sjálfstæðismenn afhenda okkur eftir valdasetu í 18 ár.


mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég verð að segja eins og er. Ég var ekki Sjálfstæðismaður fyrir bankahrunið og hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Hins vegar finnst mér eini flokkurinn sem er með viti í dag vera Sjálfstæðisflokkurinn. Mér þykir það leitt að þurfa að segja þetta en Sjálfstæðisflokkurinn er bara eini flokkurinn sem er með frambærilegan leiðtoga og er ekki að boða skattahækkanir út um allar tryssur. Ég bara trúi því ekki að Íslendingar vilji hærri skatta.

Ég er með mínar föstu tekjur á mánuði. Eftir hrunið náum við hjónin rétt svo endum saman. Næ að borga að bílnum, húsinu og get keypt í matinn. Meira get ég ekki leyft mér. Ef að það á að fara að skerða launin mín enn meira með meiri skattheimtu þá sé heimilisbókhaldið bara ekki ganga upp. :(

Svo var Sjálfstæðisflokkurinn sá sem harðast stóð að baki því að Helguvíkurálverið verði reist og svo framvegis.

Ég verð bara að segja eins og er. Eins lítill Sjálfstæðismaður og ég er þá verð ég nú samt að setja X við D. Þetta er eini flokkurinn sem boðar alvöru atvinnusköpun, ekki bótavinnu á vegum ríkisins, og ekki skattahækkanir.

Kv. Sigurður

Sigurður (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er nú einmitt málið Sigurður. Hlutirnir geta versnað og allt útlit fyrir það ef það verður hér vinstri stjórn.

Þá verður restin af því mögulega litla sem fólk hefur tekið af þeim.

Carl Jóhann Granz, 20.4.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband