Smáþjóðin Ísland hrekur Evu Joly burt!

Hvað halda menn eiginlega að þeir séu, hér á landi. Virtasta manneskja í heimi á sviði efnahagsbrota, fær engin gögn, enga vinnuaðstöðu og svo veit hún ósköp vel að það á ekki að draga útrásarvíkingana til ábyrgðar.

Af hverju ætti hún að láta bjóða sér svona vitleysu? Hún er hvorki í vanda með vinnu né peninga, en ætli henni sé ekki aðeins misboðið framkoma manna hér við hana.

Valdhafar sem eru svo forhertir að það á ekki að leyfa Evu Joly að rannsaka málið, hafa sjálfir margt misjafn í pokahorninu. Og við þjóðin eigum að borga fyrir misgjörðir ýmissa ráðamanna hér sem að þola ekki dagsljósið.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég man ekki betur, en að hún hafi einungis boðið upp á, að gerast ráðgjafi og einnig, að koma með ábendingar um aðila sem gott væri að leita til.

Svo, akkúrat hvað er verið að tala um núna.

Það lá fyrir, þegar í upphafi, að hún væri í framboði til Evrópuþingsins.

Var enginn, að lesa fréttir, á sínum tíma, þegar hún var beðinn um aðstoð,,,að því marki, sem hún sjálf var til í að veita hana.

Það kom aldrei til greina, að hennar hálfu, að taka yfir rannsóknina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:01

3 identicon

Einar Björn þetta er ekki rétt hjá þér. Það voru valdhafar hér sem að breyttu starfssviði hennar. Hvers vegna ætti Eva Joly að fara í fjölmiðla og ljúga?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ertu með tilvitnun, einhvers staðar í fórum,,,sem styður þessa fullyrðingu.

Ég minnist ekki, að annað en þ.s. ég held fram, hafi nokkru sinni komið fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:16

5 identicon

"Ég man ekki betur en að hún hafi einungis boðið upp á, að gerast ráðgjafi og einnig, að koma með ábendingar um aðila sem gott væri að leita til.

Svo, akkúrat hvað er verið að tala um núna."

Er þetta þá bara samkvæmt þínu minni Einar eða hefur þú kannski einhverja tilvitnun sjálfur?

Það hefur ekkert verið farið eftir því sem að Eva Joly hefur ráðlagt og hún hefur ekki fengið þá erlendu sérfræðinga sem að hún hefur beðið um.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 62800

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband