Þingmenn að auglýsa sjálfa sig - ekkert annað. Blekking á blekkingu ofan.

Þingmenn VG, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónassson, hafa undanfarið farið mikinn í fjölmiðlum og sagst vera á móti Icesave óbreyttu. Gott og vel. Fyrirvarar settir inn í samninginn, sem að enginn veit hvort að Hollendingar eða Bretar munu taka nokkurt mark á, en samt eigum við Íslendingar að trúa þvi að þeir munu gera það.

Ég er ekki forspá og veit því ekkert um það, en það er skrítið að samþykkja samning með fyrirvörum sem að við verðum bara að treysta á að Hollendingar og Bretar taki mark á og taki gilda.

Að segja að fyrirvarar inn í samninginn sé sama og að hafna honum er bara bull.

En nú eru fjórmenningarnir sem sagt sáttir og ætla að ganga við ósköpunum í 2. umræðu á Alþingi um málið í vikunni

 Ég skil ekki svona málflutning. Hreinlega skil ekki.

En gæti það nú ekki haft eitthvað að segja að við fjölmennum niður á Austurvöll þegar að þetta mál fer til 2. umræðu í vikunni og látum heyra í okkur kröftuglega? Það er að segja þeir sem að telja að við eigum ekki að borga þetta.

 Það gæti nefnilega verið að sumir fari að verða hræddir um þingsætin sín, heyri þeir fyrir alvöru í íslenskri þjóð.


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfdís Eir

Endilega mættu með Davíð og lífverðinum niður á Austurvöll.

"VIÐ GERÐUM EKKI NEITT"

Álfdís Eir, 16.8.2009 kl. 13:18

2 identicon

Var Davíð með lífvörð? . Hann má sem sagt ekki sjást niður á Austurvelli í félagsskap annars manns án þess að það sé lífvörður hans? Furðulegur málflutningur. Svo endilega rifjaðu upp hvað Steingrímur J. hafði um Icesave að segja áður en hann varð ráðherra.

Og síðan vil ég þér "til skemmtunar" minna þig á "kurteisi" Steingríms J. áður en hann varð ráðherra:

http://www.youtube.com/watch?v=hariDEmlt9M

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Álfdís Eir

Steingrímur var sem betur fer áhrifslaus á sínum tíma.

Davíð var því miður ekki áhrifslaus þegar hann ákvað að það væri sniðugt að gefa vinum sínum bankana. Hann var því miður ekki áhrifslaus hrópaði húrra fyrir Björgólfsfeðgum og öðrum útrásarvíkingum. Og hann var því miður ekki áhrifslaus síðasta árið þegar hann ferðaðist um fréttamiðla og sagði að staða íslensku bankana væri traust meðan hann stórjók útlán Seðlabanka Íslands til þeirra.

Nei, við skulum skunda niður á Austurvöll með Davíð og lífverðinum og hrópa "VIÐ GERÐUM EKKI NEITT"

Álfdís Eir, 16.8.2009 kl. 13:49

4 identicon

Álfdís, ertu búin að horfa og hlusta á þetta sem að ég benti þér á? Bendi þér síðan eindregið að horfa á kvikmyndina um Dr. Jekyll and Mr. Hyde.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er fjærstæða að hægt sé að samþykja samning með fyrirvörum,Fyrirvarar þurfa að vera saþygktur af mótaðilum og settir í nýjan samning sem síðan þarf að samþiggja á þyngi ef ekki þá er verið að samþiggja þann sem er landráðssamningur Svavars Jóhönnu og Steingríms,Varla er stjórnarandstaðan svo heimsk og þeir stjórnarmeðlimir sem voru á móti að samþiggja án nýs samnings, það er landráð og fýrir það í mínum huga er það dauðasök. 

Jón Sveinsson, 16.8.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Álfdís Eir

Þórkatla elskan mín. Afhverju á ég að verja Steingrím? Ég benti á að mótrök þín um að Steingrímur hafi einhvern tíman sagt eitthvað eru afskaplega veik því hann var algerlega áhrifslaus þegar hann sagði þetta. Staðreyndin er hins vegar að Davíð var ekki áhrifslaus þegar hann var að flippa og nú er hann mætur og er að mótmæla fólkinu sem er að taka til eftir hann. Brennuvargur að mótmæla slökkviliðinu. Það er það sem er fyndið.

Jón Sveinsson: Það eru k og y í samþykkja og i í þingi. Byrjum á því.

Álfdís Eir, 16.8.2009 kl. 14:10

7 identicon

 Álfdís Eir

Jóhanna og Steingrímur höfðu tækifæri til að bjarga því sem að bjargað varð en að gerðu það ekki. Lestu greinar úr Financial Times, þú yrðir þá kannski eitthvað fróðari um hvað málefnaleg umræða gengur út á, en ekki hvort að Davíð hafi mætt  í jakkafötum á Austurvöll með bindi. Það er verið hér að tala um framtíð íslenskrar þjóðar.

Var ekki Baugur aðalstyrktaraðili Samfylkingar í síðustu kosningum og Jón Ásgeir situr í enn í skilanefnd Landsbankans, fjárglæframaðurinn sjálfur. Á hvaða vegum, jú Samfylkingar, ekki satt?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband