Siðferðiskennd í lágmarki, spilling í hámarki!

Hvað varð um alla frasana "allt upp á borði", "gegnsæi" og hvað þetta heitir nú allt saman. Það er skýlaus krafa nú að allir frambjóðendur opni sitt bókhald. Það er ansi mikil tilætlunarsemi að ætlast til að fá stuðning þjóðarinnar til áframhaldandi þingsetu, ef þeir verða ekki við þeirri kröfu að opna sitt bókhald.

Ef að rétt reynist hjá Stöð 2 í sambandi við milljóna styrki til frambjóðenda í prófkjöri, myndi ég telja að ákveðin vatnaskil væru að verða í íslenskri pólitík. Einnig það að þingmenn og ráðherrar hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu hjá bönkunum rétt fyrir hrun. Þetta er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál.

Ef að Stöð 2 hefur rétt fyrir sér og hefur nöfn þeirra einstaklinga (fyrir utan þá 6 sem að þegar hafa verið nefndir), sem að nutu þessarar fyrirgreiðslu, eigum við, kjósendur rétt á að vita hvaða einstaklingar þetta eru, annars liggja allir undir grun.

Spillingin og skíturinn var mikill fyrirfram og ekki batnar það. Almenningur er fyrir löngu orðinn tortrygginn gagnvart siðferðiskennd stjórnmálamanna og ekki batnar það við þessar fréttir.

Í kosningunum á laugardaginn eigum við sýna það með atkvæði okkar, að okkur er gróflega misboðið. Var á tímabili að hugsa um að sleppa því að fara á kjörstað, en er búin að skipta um skoðun .......þó svo að maður geri ekkert annað en stinga seðlinum í kjörkassann, þá skiptir það máli.

 


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband