"Bönkum skal bjargað, heimilum fórnað", já það er mottóið.

"Bönkum skal bjargað en heimilum fórnað" ætti að vera slagorð þessarar ríkisstjórnar. Icesavemálið er aðeins einn angi þess máls. Gerendunum, þeim sem að fóru út í Icesavegjörninginn skal hlíft en heimilin skulu veskú fá að blæða fyrir.

Með gjaldeyrishöft nokkur ár í viðbót, er óvíst hversu mörg fyrirtæki verða lifandi í landinu að þeim tíma liðnum, hvað þá, í framhaldi af því, hvaða ástand verður í atvinnumálum og á heimilum þessa lands.

Gífurlegt atvinnuleysi blasir við með áframhaldandi gjaldeyrishöft, nóg er nú samt. Heimilin munu halda áfram að hrynja og þá er nú ekki mikið eftir. Eru það ekki heimilin í landinu sem að halda þessu þjóðfélagi gangandi?

Ef þessi ríkisstjórn fær að starfa áfram í friði, mun hún skilja eftir sig sviðna jörð, og já, þá meina ég sviðna jörð.............

Það er sem sagt "Icesavegjörningur" og enn blóðugri niðurskurður en orðið er, í boði núverandi landsfeðra.

Hvers vegna mótmælir enginn á Austurvelli nú?


mbl.is Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er slæmt að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu bölvaðir hryðjuverkamenn sem eru kerfisbundið að reyna að setja öll fyrirtæki og almenning á hausinn. Það væri ágætt ef allir væru jafn snjallir og fröken Þórkatla.  

Satt best að segja þá held ég að ríkisstjórnin sé að reyna sitt besta í að endurreisa þetta þjóðfélag.  Þjóðfélag sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa með einkavinavæðingunni sett á hausinn og fóru létt með.  Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hefðu getað afstýrt öllu þessu bölvaða rugli ef þessir sömu flokkar hefðu ekki skipað óhæfa embættismenn í þessar stofnanir.

Það var líka ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem lögleiddi framsal veiðiheimilda og var Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður framsóknarflokks og stór kvótaeigandi (bölvuð djöfulsins eiginhagsmunasemi) einn aðal maðurinn í því rugli sem er að margra mati rót alls þess vanda sem þjóðin er komin í.

Ég man ekki allveg hvernig Finnur Ingólfsson fyrrverandi viðskiptaráðherra kom að einkavinavæðingu bankanna en hann hagnaðist gríðarlega á þessu bankarugli á kostnað þjóðarinnar.

Yfirleitt kemur bara brot af spillingunni upp á yfirborðið og vil ég í því samhengi benda á 30 millj. króna styrk landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.

Auðvitað á Samfylking og allir þáverandi alþingismenn einhverja sök, en stærsta sökin liggur hjá þessum tveimur flokkum.

Helvítis fokking fokk.  Þetta risavaxna vandamál sem Íslenska þjóðin er í er miklu stærra en fólk almennt gerir sér grein fyrir.  Það er gott að vera bjartsýnn en menn verða líka að vera raunsæir.  

Að leysa úr þessum erfiðleikum er ekki einfalt mál og að mínu mati vonlaust.  Ég held að Íslenska þjóðin sé að stefna inn í fátækt sem erfitt er að gera sér grein fyrir hvernig endar. 

Það mun alltaf verða sviðin jörð alveg sama hvaða ríkisstjórn verður og hvað verður gert.  Húsið er brunnið.

Björn (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband