Hvar ertu Jóhanna?

Haft var eftir Jóhönnu Sig. í fréttum RÚV í kvöld, að staða heimilanna væri ekki eins slæm og talið hafði verið. Var hún þar að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugsson um niðurfellingu hluta skulda heimilanna. Hvað varð um alla skjaldborgina?

Steingrímur J. kemur svo í Kastljósi og segir að þetta verði allt miklu erfiðara fyrir ríkissjóð en búist hafði verið við.

Hvernig hefði verið að bregðast fyrr við og frysta allar eigur útrásarglæpamannanna? Nei það stóð víst aldrei til, var það nokkuð?

Hvenær hækkun á tekjuskatti kemur, kemur okkur ekkert við. Jóhanna stígur víst upp í pontu einn daginn og tilkynnir okkur almúganum þetta.

Hin "alltumvefjandi móðir" allra landsmanna er illilega farin að minna mikið á þá valdhafa, sem að hún hefur gagnrýnt mest.

En við almúginn getum víst sjálfum okkur um kennt, við kusum þetta yfir okkur, bjuggumst bara ekki við að við yrðum plötuð, aftur.

En núna stendur hin ósýnilega Jóhanna Sig. á hliðarlínunni, á meðan að Össur fer mikinn á Möltu, Jóhanna vill nefnilega ekki fara til útlanda, því þar tala menn flókna ensku.

Dalai Lama varð útundan hjá blessaðri Jóhönnu, á meðan að þúsundir Íslendinga biðu í röðum eftir því að fá að hlusta á þennan trúarleiðtoga Tíbeta.

Mig langar að spyrja þig: Hvar ertu Jóhanna?


mbl.is Horfur um efnahagsbata verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

He he, Jóhanna er í felum, Steingrímur er de facto forsætisráðherra.  Þetta kaus þjóðin yfir sig.  Verði henni að góðu.

Hvumpinn, 4.6.2009 kl. 00:12

2 identicon

Já...heimska íslendinga kostar.  Er thad ekki ágaett ad íslendingar hljóti thá refsingu sem their eiga skilid?

Vid hverju er ad búast thegar thjódin hefur gefid graent ljós á spillinguna í meira en 20 ár?

Kjósendur spillingarflokksins og framsóknar verdi ad taka sökina á sig.  Thad voru kjósendur spillingarflokksins og spilltu framsóknar sem kölludu yfir thjódina kvótakerfid sem er nú búid ad rústa efnahag og sidferdi thjódarinnar algerlega.

Ég segi bara:  GOOD LUCK med ad byggja upp efnahaginn og thjódfélagid á theim gerspillta grunni sem kvótakerfid er og theirri fáránlegu adgerd sem 5% árleg fyrning er. 

Framtíd íslands er kolsvört.  Ísland verdur í framtídinni sama skrípólandid sem thad hefur verid sídan ad kvótakerfid var sett á. 

Ad búast vid ad eitthvad lagist eda ad heidarlegt og gott fólk geti hjálpad thjódinni vid slíkar fáránlegar leikreglur og spillingu er hrein heimska.

Nei...Ísland heldur áfram ad vera sjúskad land og ekkert er líklegra en ad efnahagslegt gjaldthrot einstaklinga og fjölskyldna verdi algengara og algengara og baetist ofan á sidferdilegt gjaldthrot thjódarinnar. 

Framtídin:  Gjaldthrot einstaklinga og fyrirtaekja (hefur thegar hafist).  Velferdakerfid hrynur(hefur thegar hafist).  Thorskstofnin gaeti hrunid(hefur thegar hafist).  Fasteignaverd hrynur(hefur thegar hafist). 

Thad virdist vera algerlega ómögulegt ad koma thví inn í hausinn á fólki ad ef eitthvad jákvaett á ad gerast verdur thjódin ad losa sig vid kvótakerfid strax.

Sidferdi thjódarinnar er löngu hrunid.

Svört framtíd Íslands (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband