Verður ekki 18 000 króna álagna nefskattur í ágúst? Best að fara að safna...............

Just terrific.... oh jeh.

Innlent - þriðjudagur, 16. júní, 2009 - 08:54

Mánaðarlegar afborganir af jeppa útvarpsstjóra tvöfölduðust í fyrra

pallimagg.jpgGreiðslubyrði vegna rekstrarleigusamnings sem RÚV ohf. greiðir af fyrir jeppa sem Páll Magnússon útvarpsstjóri hafði til afnota á síðasta ári þyngdist mikið samhliða gengisfalli krónunnar. Morgunblaðið tekur þetta saman í dag.

Í janúar í fyrra var greiðslubyrðin á mánuði tæplega 140 þúsund. Eftir að krónan féll, skömmu fyrir páska í fyrra, jókst greiðslubyrðin skarpt eða upp í tæplega 180 þúsund. Í maí voru greiðslur minni, um 30 þúsund, að líkindum vegna viðgerðar á bílnum að sögn Páls.

Greiðslubyrðin hélst í svipuðu fari yfir sumarmánuðina en þyngdist síðan mikið þegar krónan gaf enn meira eftir, á haustmánuðum í fyrra. Þá hækkuðu greiðslurnar vegna rekstrarleigusamningsins úr 174 þúsundum í ágúst í 193 þúsund í september. Þegar áföllin í efnahagslífinu dundu yfir með falli bankakerfisins í byrjun október hækkuðu mánaðargreiðslurnar um rúmlega 60 þúsund milli mánaða, úr 193 þúsundum í 255 þúsund. Í nóvember hækkaði greiðslan síðan enn meir eða um 24 þúsund. Mánaðargreiðslan hafði því tvöfaldast frá því í upphafi ársins.

Afnot útvarpsstjóra af bílnum eru reiknuð til skattskyldra hlunninda í samræmi við reglur skattstjóra þar um og var viðmiðunartalan á síðasta ári rúmlega 207 þúsund á mánuði. Afnotin af bílnum eru hluti af launakjörum Páls, samkvæmt samningi sem gerður var þegar RÚV ohf. var stofnað á vormánuðum 2007. Þá voru heildarlaun útvarpsstjóra hækkuð úr tæplega 800 þúsundum á mánuði í 1,5 milljónir.

Til baka

28 ummæli

Rita ummæli

Gylfi
16. júní, 2009 kl.08:58

Þetta eru hlunnindi í samræmi við samning og af þeim er greiddur skattur.

Fréttir af þessum toga eru skrýtnar. Það er endalaust lögð áhersla á einstaklinga og einstök mál sem engu breyta.

Stóra samhengið er gjaldþrot heillar þjóðar og ábyrgð glæpalýðs og óhæfra stjórnmálamanna á því.

Getum við ekki fengið einhverjar fréttir af því?

Ekki þar fyrir, kjör útvarpsstjórans eru fáránleg og hneyksli. En það er ekkert nýtt. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því og bíðið bara þegar þið fáið nefskatt Þorgerðar Katrínar í hausinn.

Best væri auðvitað að selja útvarpið en sennilega vill enginn kaupa það.

Ásta B
16. júní, 2009 kl.09:03

Verð að taka undir með Gylfa hér á undan.

Balzac
16. júní, 2009 kl.09:04

Heimskuleg launakjör forstjóra almannastofnunar.

Heimsk, montin og gráðug þjóð.

Valur
16. júní, 2009 kl.09:06

Hvað hefur þessi maður að gera með bíl frá ruv yfirleitt? hreint út hlægilegt.

Glaumur
16. júní, 2009 kl.09:06

Margt “smátt” gerir eitt stórt.
Á meðan RÚV lætur sér nægja að birta óbreyttar fréttatilkynningar bankanna þá er rekstrarkostnaður útvarpsstjórans á við ansi margar fréttaskýringar sem aldrei verða gerðar.

Runar
16. júní, 2009 kl.09:09

það geta ekki allar fréttir verið stórfréttir.

þetta er bara lítli dæmisaga úr raunveruleika íslendings í dag.

En þar sem maðurinn er opinber persóna, og þessi kjör hans hafa verið í fréttum, m.a. vegna þess að hann er/var hæstlaunaðisti Útvarpsstjóri á Norðurlöndum, þá eru þetta enn fréttir.

JJ
16. júní, 2009 kl.09:14

Fyrir hvað stendur RÚV ? Risavaxin útgjöld vanhæfra?

Gylfi
16. júní, 2009 kl.09:19

Það var samið um þessi kjör við manninn. Af þeim greiðir hann skatt.

Er þá ekki nær að tala við þann sem samdi með þessum hætti eða bar ábyrgð á þessu samkomulagi?

Hvers vegna gerir Eyjan það ekki?

Ítreka, stóra samhengið er gjaldþrot þjóðarinnar og ábyrgð glæpalýðs og óhæfra stjórnmálamanna á því.

Kannski fáum við líka einhverjar fréttir af þessu?

Eða verður það bara einhvern tíma seinna?

steina
16. júní, 2009 kl.09:22

nákvæmlega JJ, það er ekki eins og einhver horfi á óskapnaðinn, dýrasta hobbý þjóðernissinnanna.

Ósk
16. júní, 2009 kl.09:26

Mér finnst alveg mega birta svona fréttir.
Finnst þessi launakjör útvarpsstjóra út úr kortinu og hafa verið það leeeengi.

Hef ekki trú á að hann hafi aldrei sett fram neinar kröfur sjálfur en bara tekið við þvi sem að honum var rétt.

Roy
16. júní, 2009 kl.09:40

Hættið þessum smáborgarahætti. Það mun enginn fást til að vinna á þessu skeri ef stemningin verður svona. Þessi kjör hans eru bara ekkert óeðlileg, þeir sem mennta sig og reyna að komast áfram eiga skilið að fá umbun fyrir það (hér er ég ekki að meta hæfi Páls enda veit ég ekkert um það). Þeir sem sitja heima og nenna ekki eiga að fá minna. Svo einfalt er það. Ég bendi líka á að þessi laun hans upp á 1,5 milljónir eru cirka 7000 pund á mánudi. Það er sama og félagi minn sem er forritari er að fá á mánuði í Bristol.

Sóða -Gandur
16. júní, 2009 kl.09:42

Auðvitað má birta fréttir af launakjörum opinberra starfsmanna. En hvorki Páll né við hin sáum fyrir að bílalánið myndi hækka svona mikið.

Það má líka birta fráttir af leti og þekkingarleysi frétta og blaðamanna.

Ósk
16. júní, 2009 kl.09:50

Roy,

ástæðan fyrir þvi að félagi þinn er að sögn að fá svona mikið er gengi pundsins miðað við krónuna.

Af hverju heldurðu að gengið hafi breyst svona mikið???

Það er kannski vegna þeirra tíma þegar það réði sko enginn smáborgaraháttur ríkjum og gagnrýni var i algeru lágmarki....

Pía
16. júní, 2009 kl.09:53

Fyrst menn bera fyrir sig að það hafi verið samið um þetta við manninn þá segi ég að það þurfi að semja við hann aftur og að bílnum verði skilað takk !
Og það þarf að semja við fleirum um það sama geri ég fastelga ráð fyrir. Eins og einhver sagði hér að framan
“Margt smátt gerir eitt stórt”

Kitty
16. júní, 2009 kl.10:18

Hann heppinn að vera með svona flottan bíl...

En það eru þónokkrir sem þurfa að borga hann með afnotagjöldunum sínum, sem eru kannski ekki sáttir við þetta.

Svo selja bílinn og hann ætti að geta borgað bíl sjálfur ;)

IceViking
16. júní, 2009 kl.10:58

Þetta er gott dæmi um það hvað þessi þjóð er heimsk. Og sönnun þess að Páll og Þorgerður Katrín sem sömdu um þetta eru bæði meðalgreind.

JULI
16. júní, 2009 kl.11:00

Almenningur er ríkið. Við komum til með að greiða meira í skatta og skyldur til að halda svona óhófi uppi.

Maðurinn er með nógu há laun til að eiga og borga sinn eigin bíl.

Ísland hefur bara ekki efni á óhófi til útvalinna ofurlaunamanna í dag.

Vita
16. júní, 2009 kl.11:32

Ég hef bokkrum sinnum í vetur komið inná þetta með launakjör og hlunnindi Páls Magnússonar útvarpsstjórar; Þetta er einmitt dæmi þess sem á ALLS EKKI að viðgangast núna og ég spyr nú bara hversvegna er þetta látið viðgangast. Þetta gengur ekki upp í því efnahagsástandi sem nú er! Þetta er eins og blaut tuska framan í almenning. Þetta hefur ekkert með menntun og hæfni mannsins að gera. Þetta er OFVAXIÐ og OFMETIÐ og SIÐFERÐISLEGA RANGT! HVERSVEGNA JEPPA ofaná þessi ofurlaun?
Ég segi bara eins og Páll Baldvin Baldursson sagði svo ágætlega í Bakþönkum Fréttablaðsins, fyrir stuttu, að Páll nafni hans gæti bara keyrt til vinnu á SkODA nú og þá eigin bíl. ..... Enginn hlunnindi þeirra æðstu eins og hefur viðgengist hjá alræðisþjóðum!

Jótland
16. júní, 2009 kl.11:35

Af hverju þarf Palli Audi Q7 til að fara á í vinnuna?? auk ofurlauna? Það á bara að segja svona græðgisstjóra upp og auglýsa þetta starf. Það er til fullt af hæfu fólki hér á landi til að taka þetta að sér fyrir þokkaleg laun t.d. 7-800.000 á mán og engan bíl, því með slíkum launum hefur fólk alveg efni á að reka sinn eigin bíl, alla vega er til þess ætlast af okkur aumingjunum með 2-300.000 í mánaðarlaun.

Gunnar
16. júní, 2009 kl.11:38

það hlýtur að þurfa að hækka útvarpsskattinn.

HG
16. júní, 2009 kl.12:06

þessi samningur er alveg í anda kúlulánadrottningarinnar ÞKG sem gerði þennan díl við Pál.

Þessi samningur á að vera gerður ógildur STRAX, rökin eru að þjóðinnni blæðir líka fyrir svona heimskulega montsamninga á kostnað skattborgaranna.

RIFTUM HEIMSKULEGUM SAMNINGUM STRAX !

S.Á.
16. júní, 2009 kl.12:17

Eflaust myndi borga sig fyrir RÚV að greiða leigubílakostnað fyrir Útvarpsstjóra, ef hann hefur sannanlega verið á ferðinni í erindum stofununarinnar, en ekki í einkaerindum. Þessi bílahlunnindi eru hneyksli, ekkert minna. Ég vil hafa ríkisútvarp, enda Baugsútvarp/sjónvarp stöðugt rekið með gífurlegu tapi, sem greitt er óbeint með því að skattleggja þjóðina, sbr. reikning Jóns Ásgeirs uppá kr. 900 milljarða króna, sem aðrir eiga að borga. Sé ekki hvernig 320.000 manna þjóð getur haft efni á mörgum sjónvarpsstöðvum. Er ekki kominn tími til að átta sig á, að árið 2007 er liðið og kemur ekki aftur?

Diogenes
16. júní, 2009 kl.13:41

Páll er úr Hannesar-Smárasonar herdeildinni.

HG
16. júní, 2009 kl.14:18

Svo kemur nefskatturinn í ágústmánuði er það ekki 18.000 kall á per haus í fjölskyldu 16 ára og eldri ?

Arnar
16. júní, 2009 kl.14:27

Mikið eru þið bitur og leiðinleg.

Hættið þessu nöldri um launakjör samborgara ykkar og einbeitið ykkur að uppbyggilegri umræðu. Það tekur enginn mark á fólki sem talar eins og margir hér að ofan. Þetta endurspeglar bara sjúklega öfund sem skýlt er á bak við smáborgaralega stimpla eins og “ríka réttlætiskennd”.

Þessi ummæli mín eru einungis vinsamleg tilmæli og ekki meint sem móðgun eða árás á einn né neinn.

b.k.

Auður Lóa
16. júní, 2009 kl.14:45

Sammála Arnari.

Og annað - vissulega borgar hann fyrir bílinn sjálfur - þau eru hluti af hans launum sem hann semur um.
Upphæð launanna hefðu getað verið hærri og hann notað þann pening til að borga bílinn en í staðinn eru launin lægri og bíllinn sér.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
16. júní, 2009 kl.14:57

Við erum sem sagt að borga þessum manni eina komma sjö milljón á mánuði , með inniföldum bílakostnaði. Hva hefur hann ekki efni á því að reka sinn eiginn bíl með 1.5 000 000 á mánuði?

Fjölskylduhjálpin verður að loka í sumar vegna þess að það vantar fólk til að leysa af. Allt fólkið sem að vinnur þarna gerir það í sjálfboðavinnu.

Af þeim peningum sem að Fjölskylduhjálpin fær frá ríki og borg, þarf hún að borga himinháar upphæðir í leigu af húsnæði, sem að hafði í mörg ár þar á undan ekkert verið nýtt.

Fjölskyldur svelta en Páll Magnússon skal fá 1.7 000 000 á mánuði frá okkur landsmönnum. Ja hérna, ja hérna.

p.s. af hverju í andsk....... þarf hann endilega jeppa.....................?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
16. júní, 2009 kl.14:59

Hvernig í ósköpunum hefur þessi maður geð í sér til að láta sýna sig á skjánum í fréttalestri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 62841

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband