Einelti á moggabloggi?

Af gefnu tilefni er ég að velta fyrir mér hvort að tíðkist einelti hér á moggabloggi? Mun fjalla ítarlegar um þetta síðar í dag.

Hverjir eru skotmörk Jóhönnu Sig . á Íslandi í dag?

Þetta er einfaldlega ríkisstjórn bankakerfisins, þar sem að útrásarævintýramenn fá að leika lausum hala ennþá, og munu fá að gera það um ókomna tíð.

Við hin borgum brúsann. Þetta er varla mjög flókið. Var það ekki Baugur sem að fjármagnaði kosningabaráttu Samfylkingar hér um árið og það fæst nú varla neitt gefins þar á bæ?

Öryrkjar, atvinnulausir, fólk á lágum tekjum, þetta eru skotmörk ríkisstjórnarinnar. Bótasvindl er jú víst mál málanna.

En hvernig er með skattasvindl útrásarvíkinganna og fjárglæframannanna sem að komu Íslandi á hausinn? Þau fóru nú ekki alveg fram hjá manni í fréttum gærkvöldsins á Stöð 2? Á ekkert að gera í því?

Ég hef varla nokkurn tímann séð nokkra manneskju svíkja sinn svokallaða málstað á eins stuttum tíma og Jóhanna Sigurðardóttir gerir nú.


mbl.is Vilja hærra frítekjumark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hverju börðust afi minn og amma, pabbi minn og mamma? Hvers vegna berjumst við ekki fyrir sjálfstæði okkar á opinberum vettvangi?

"Vonast er til að stjórn AGS geti tekið málefni Íslands til endurskoðunar í lok ágúst ..........". Greiðsla númer 2 frá AGS ekki enn komin og til stóð að hún kæmi í febrúar sl.

Við, já við þjóðin, eigum að bíða fram í lok ágúst, byrjun september, til þess að fá að vita hvort að okkur verði veitt sú miskunn að fá þessa greiðslu.

Norðurlandaþjóðirnar, "vinaþjóðir" okkar taka í sama streng, veita okkur ekki krónu af því lánsfé sem að þær voru búnar að lofa okkur, fyrr en AGS er búinn að miskunna sig yfir okkur, með greiðslu númer 2 af láni sem átti að greiðast í febrúar.

Það skyldi þó ekki vera að AGS sjái sér nú leik á borði til að knésetja þessa þjóð ærlega, þeir eru víst þekktir fyrir það, vitandi það að það er bullandi ágreiningur um Icesave bæði hjá þingi og þjóð.

AGS mun aldrei veita okkur lán númer 2 fyrr en við samþykkjum Icesamninginn, svo einfalt er það. Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð.

Auðlindirnar eru víst einhvers virði ekki satt og þess virði að krækja í þær eða hvað?

Icesamningurinn og AGS lánið er hengingarólin sem að mun verða fest við þessa þjóð næstu áratugina. Almenningur skal fá að borga brúsann fyrir subbuskap útrásarvíkinga sem að fengu prókúruhafarétt á bankareikninga okkar Íslendinga um ókomna framtíð.

Á meðan hrynur verðgildi krónunnar, fleiri fyrirtæki fara á hausinn, atvinnuleysi eykst, öll almenn þjónusta við þegna þessa lands snarminnkar, og á meðan fá útrásarvíkingar að leika lausum hala. Allt í boði ríkisstjórnarinnar sem að sér enga ástæðu til að sækja peningana til þessara manna. Og já, það eru komnir 10 mánuðir frá hruni.

Í öllum öðrum lýðræðisríkjum sem þvílíkt hefði gerst, væri fyrir löngu búið að stinga þessum mönnum bak við lás og slá.

Síðan höfum við forsætisráðherra sem að lætur ekki sjá sig í útlöndum til að rétta af málstað landsins á alþjóðavettvangi. Hún kann að vísu ekki ensku en það er engin skömm að því að hafa túlk með sér. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa gert slíkt hið sama.

Fólk flýr hér nú land, og að fer fram sem horfir er þetta bara byrjunin. Mannlíf hér og atvinnulíf verður varla svipur hjá sjón.

Það væri fróðlegt að fá að kíkja yfir öxl himnaföðursins þegar að fram líða stundir, vonandi ekki alveg strax, og fá að vita hvort að það leynist eitthvert lífsmark með þessari þjóð, Íslandi, já kannski eftir 30 - 40 ár eða svo?


mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 ráðherrar fyrir 330 000 manna þjóð?

Var ekki ráðherrum fjölgað um 2 eftir síðustu kosningar eftir yfirlýsingar þess efnis fyrir kosningar að fækka þyrfti ráðherrum og spara í stjórnsýslunni?

Hefði ekki mátt verja þessum peningum til löggæslumála? Að það skuli vera 12 ráðherrar fyrir 330 000 manna þjóð með öllum þeim tilkostnaði sem að fylgir hverju ráðuneyti, er auðvitað alveg óskiljanlegt.


mbl.is „Algjör misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ólína að berjast fyrir lítilmagnann og þolendur eineltis?

Það eru alveg furðuleg vinnubrögð sem að Ólína Þorvarðardóttir viðhefur á sínu athugasemdabloggi.

Í kjölfar umræðunnar á Alþingi um einelti á vinnustað svaraði Ólína fyrir sig með eftirfarandi bloggi og ekkert nema gott eitt um það að segja.

Blogg Ólínu er nú komið inn á http://www.eyjan.is með 11 athugasemdum. Ég las þetta blogg fyrir um 2 dögum síðan eða svo og þá voru nú fjölda annarra athugasemda þar inni og ég man ekki eftir að nein þeirra væri ekki þess eðlis að hún væri ekki birtingarhæf.

Ég setti smá athugasemd þar inn, minnir að það hafi verið síðasta athugasemdin áður en að Ólína sagðist vera hætt og farin í bili, sem að var stutt og sárasakleysisleg um mína persónulegu upplífun af einelti og að einelti ætti aldrei að líðast.

Af einhverjum ástæðum þótti Ólínu þessa athugasemd mín ekki birtingarhæf og ákvað að hreinsa hana út ásamt fjölda annarra athugasemda, sem að voru kannski ekki alveg í halelújahóp Ólínu. Hún hélt þó inni athugasemd Þórs Saari enda var blogginu beint til hans.

Mér er persónulega alveg nákvæmlega sama hvort að mín athugasemd hafi birst þarna eður ei, enda var hún mjög stutt eins og ég sagði áðan, og mjög almennt orðuð.

Mér er hins vegar spurn hvað þingmaður er að gera inn á þingi sem að hendir út mjög almennt orðaðri athugasemd um einelti, sem að var einhvernveginn á þann veg að einelti ætti aldrei nokkurntímann að líðast, alveg sama í hvaða mynd það birtist?

Er hún ekki að berjast fyrir lítilmagnann eða er það kannski bara alger misskilningur?

 

Svolítil leiðrétting til Þórs Saari ... annars er ég farin á útkallsæfingu ...

... upp í Borgarfjörð, ætla að liggja þar í tjaldi í nótt og ekki að hugsa meira um pólitík þessa helgina. Ice-save getur beðið betri tíma.

En ég sá á visi.is að Þór Saari réðist á mig heiftúðlega með ósannindum um að ég hefði hlegið að eineltistali Birgittu Jónsdóttur í þinginu á föstudag og verið með framíköll. Lágt þykir mér maðurinn leggjast í þessum málatilbúnaði, enda fer hann með hrein ósannindi.

Hér er tengillinn á ræðu Birgittu - og dæmi nú hver um sig um það sem þarna fór fram - ég ætla ekki að svara því frekar.

En .. nú streyma félagar Björgunarhundasveitar Íslands upp í Flókadal þar sem útkallsæfing mun fara fram eldsnemma í fyrramálið. Sjálf er ég ekki með fullþjálfaðan hund, þannig að hann bíður þess að fá að spreyta sig síðar.

Ég verð "týnd" milli þúfna eins og fleiri. Svo verður grillað og unghundarnir æfðir.

"Sjáumst" síðar  Wink

 

P


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann

 

Þetta er semsagt álíka satt og fullyrðingar Birgittu um að þingmenn VG hafi verið dregnir fram á gangi í atkvæðagreiðslunni um ESB. Þar sem Jóhanna var að lesa yfir þeim.

Það er greinilegt að Birgitta gleymir því að almenningur á Íslandi horfði á atkvæðagreiðsluna um ESB, og það var ekki að sjá að neinn þingmaður hafi verið kallaður fram til þess að láta lesa yfir sér. Enda hefði slíkt sést á þeim myndavélum sem voru niður á Alþingi þegar ESB atkvæðagreiðslan fór fram.

Jón Frímann, 25.7.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Gísli Baldvinsson

Þessi flökkusaga fer víða og enginn nema Lilja Mósesdóttir getur borið hana til baka.

Gísli Baldvinsson, 25.7.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Góður einstaklingur sagði nýverið:

Eitt af því sem gerir einelti flókið er að þeir sem taka þátt í því gera sér oft ekki grein fyrir því sjálfir. Þeir taka óbeinan þátt með þögninni, með því að fylgja kvalaranum að málum og láta sér líðan og afdrif fórnarlambsins í léttu rúmi liggja. Þetta er jafnvel gert í nafni einhvers málstaðar - því vitanlega þarf réttlætingar fyrir illverkum. Það þekkjum við frá tímum Gyðingaofsóknanna, McCarty-ismans í Bandaríkjunum, galdraofsóknanna á 17. öld, og þannig mætti lengi telja. Einelti getur að sjálfsögðu beinst gegn hópi fólks og er oft hagsmunadrifið.

Þess vegna viðgengst einelti víða í samfélaginu - víðar en margan grunar. Við sjáum stjórnmálamenn sem lagðir eru í einelti af flokksfélögum og fjölmiðlum ár eftir ár. Sömuleiðis opinbera embættismenn og poppstjörnur.  Einelti á sér oft flóknar félagslegar orsakir sem full ástæða er til að taka alvarlega og reyna að átta sig á. Það getur verið vafið inn í einhverskonar "ágreining" eða "skoðanamun" sem er oft ekkert annað en fyrirsláttur til þess að geta sótt að einstaklingum.

Og bætti við:

Einelti spyr hvorki um stétt né stöðu manna, það getur birst gagnvart hverjum sem er, hvenær sem er.

Einelti birtist ekki endilega gagnvart þeim sem minna mega sín heldur líka - og jafl oft - gagnvart þeim sem gerendunum stafar ógn af á einhvern hátt. Þannig getur einelti orðið aðferð til þess að ryðja einhverjum úr vegi

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

 

Jón Frímann "..þingmenn VG hafi verið dregnir fram á gangi í atkvæðagreiðslunni um ESB..."

NEI og aftur NEI Jón Frímann, en ég veit þú ert alltaf með útúrsnúninga, en hið rétta er í þessu sambandi, að menn voru dregnir fram daganna fyrir atkvæðagreiðslunni um ESB Jón Frímann, en sjáðu til öll þjóðin veit um þetta,  svo og einnig um málið sem hann Ásmundur Einar Daðason vakti athygli á, en hvernig stendur á því að öll þjóðin veit um þetta allt saman, en ekki þú (Jón Frímann)? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.7.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Þór Saari

Sæl Ólína, rakst á þig í heimsókn hjá mér, takk fyrir innlitið, þér hefur verið sinnt.Hvað varðar þetta mál þá vita aðrir þingmenn og Ólína sjálf mæta vel hvað hún sagði í þingsal og einnig að frammíköll nást að jafnaði ekki nema mjög takmarkað á upptökutæki þingsins.  Verið getur að aðferðir Jóhönnu og Björgvins G. hafi farið alveg fram hjá þér, en það er nóg af fólki sem getur sett þig inn í þetta mál ef þú villt vita meira um það.  Að afskrifa umræðu um málið og reyna að þagga það niður frekar en að leita svara er ekki rétta leiðin, ekki síst þegar það er haft í huga að það var einmitt þú Ólína, og hafðu þökk fyrir, sem skrifaðir þessar frábæru línur hér að ofan um einelti sem Friðrik Þór vísar til. Með bestu kveðju,

Þór Saari

Þór Saari, 26.7.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: Hilmar Hafsteinsson

Sæl Ólína. Eru björgunarsveitartíkur ekki leyfðar í Björgunarhundasveitinni? Styður þú kynjamisrétti í björgunarsveitinni?

Hilmar Hafsteinsson, 26.7.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Páll Blöndal

Hvað endemis kjaftæði er þetta um einelti á vinnustaðnum Alþingi.
Veit þetta fólk ekki að þegar það býður sig fram til starfa á þessum vinnustað að þarna er ekki um verndaðan vinnustað að ræða.
Ef þið í Borgarahreyfingunni þolið ekki að vera í skotlínunni þá eigið þið að fá ykkur vinnu við eitthvað annað.
Allt tal um einelti er bara kjánalegt væl.

Páll Blöndal, 26.7.2009 kl. 15:22

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta eru nú meiri vælukjóarnir þessir Borgarar... þeir ættu kannski að fara í minna krefjandi störf.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 16:22

9 Smámynd: Ólína Þorvarðardóttir

 

Ég þakka Friðriki Þór fyrir að vekja athygli á fyrri skrifum mínum og skoðunum um einelti. Þetta er einmitt það sem ég vildi sagt hafa um hugtakið "einelti" - og ég hvet fólk til þess að hugleiða það sem í þessum orðum felst.

Þór Saari - þú ferð með rangt mál þegar þú segir að ég hafi hlegið að Birgittu og gert hróp að henni í umrætt sinn. Það eru einfaldlega ósannindi. Og það þýðir ekkert fyrir þig að ætla að blanda Jóhönnu eða Björgvin G inn í það mál, eða þæfa það með útúrsnúningum. Við erum hér ekki að tala um tilefnið að orðum Birgittu, heldur viðbrögðin í þingsalnum, þar sem þú blandar mér ranglega inn í söguna. Ég koma þarna hvergi nærri - og það veist þú.

Þú verður auðvitað að eiga það við sjálfan þig hvernig þú kýst að svara gagnrýni sem borin er fram á þig og þína - en þessi aðferð er ekki til fyrirmyndar. Hún hlýtur að valda fleirum en mér vonbrigðum.

Ólína Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 17:45

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Selja land, grafa bein."

Jóhannes Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 19:27

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

 

Þetta tal um einelti og um þrýsting á VG þingmenn er augljóslega léleg tilraun Borgarahreyfingarinnar til að breiða yfir það að þrír flokksmenn í þessum nýja flokki greiddu ekki atkvæði eftir eigin sannfæringu í ESB atkvæðagreiðslunni.

Þetta siðbótarafl byrjar ekki nægilega vel. Ég vil taka fram að mér fannst ýmislegt í málflutningi þeiira fyrir kosningar vera bitastætt og ég hef orðið fyrir hroðalegum vonbrigðum með þau.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 19:28


Fer hraðspólun Pepsímarkanna í kennslumyndband KSÍ? FH -Breiðablik.

Það leynir sér ekki að það er kominn pirringur í ýmsa knattspyrnuaðdáendur hér á Íslandi. Fylgismenn Íslandsmeistara FH eru að sjálfsögðu ánægðir með sitt lið.

Það er samt sem áður svolítið skringileg afstaða sem að maður heyrir hér og þar er, að það sé meira og minna FH-ingum að kenna að mótið skuli vera svona leiðinlegt, það sé engin spenna lengur.

Það er alveg nýtt fyrir mér að þeir sem að skari fram úr á einhverju sviði, eigi að vera sökudólgurunn vegna hæfnisleysi annarra.

Einn af þeim sem að hefur fallið í þessa gryfju er Magnús Gylfason sem að er einn meðlima þáttarins Pepsímarkanna á Stöð 2 Sport.

Ég horfi reglulega á þennan þátt enda forfallin knattspyrnuáhugakona. Það er leiðinlegt að sjá hvernig Magnús fellur í þessa gryfju. Í sama þætti fyrir um 2 vikum síðan svaraði Tómas Ingi, Magnúsi á þann hátt að FH væri að spila skemmtilegan fótbolta og það væri nú ekki síst það sem að skipti máli.

Mér finnst Tómas Ingi alltaf koma vel fyrir og sakna hans þegar að hann er ekki.

Steininn tók svo úr í gærkvöldi í Pepsímörkum, þegar að valið var úr atvik og/eða sókn umferðarinnar sem að var ein sókn FH-inganna.

Magnús taldi að þessí sókn væri kennslubókardæmi um hvernig sókn ætti að vera, en Tómas sagði að þeir félagar "hefðu valið að hraðspóla hana" Mig langar að vita hver valdi þarna hraðspólun, Magnús eða Tómas Ingi?

Frábær sókn sem að ég hefði svo sannarlega kosið að sjá sýnt hægt, frekar en hratt.

Fer hraðspólunin sem sagt í kennslumyndband KSÍ?

Þessi þáttur er endursýndur á Stöð 2 Sport 22:55 í kvöld.

 

Umfjöllun: FH nálgast titilinn eftir sigur á Blikum
Guðlaugur Valgeirsson    Sunnudagur, 26. júlí 2009   

FH unnu í dag Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu. Atli Guðnason var valinn maður leiksins en hann lagði upp bæði mörk liðsins og var mjög hættulegur. FH núna í 1 sæti með 37 stig en Blikar nálgast fallsæti óðfluga með 15 stig í 8 sæti.


FH og Breiðablik mættust í dag í Krikanum í ekkert sérstöku veðri, rigning og leiðindi. Fyrir leik voru FH í efsta sæti með 34 stig eftir 13 leiki á meðan Blikar voru í 8 sæti með 15 stig, en Blikar höfðu fengið á sig 8 mörk í seinustu 2 leikjum. Í lið FH-inga vantaði nokkra leikmenn meðal annars Guðmund Sævarsson, Hjört Loga Valgarðsson og Pétur Viðarsson. Í lið Blika vantaði helst Arnar Grétarsson. Guðni Páll Kristjánsson var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild karla hér á landi en hann byrjaði einnig inná gegn Aktobe í Kasakstan.

Fyrsta færið í leiknum kom á 3 mínútu og það fengu FH-ingar, boltinn barst fyrir markið þar sem Atli Guðnason tók hann viðstöðulaust innanfótar rétt yfir markið. Á 10 mínútu fengu FH-ingar aukaspyrnu, Matthías Vilhjálmsson tók spyrnuna, en boltinn fór yfir vegginn sem og markið. FH komust yfir á 13 mínútu, frábær sending frá Atla Guðna inn fyrir vörnina á Matthías Guðmundsson sem setti hann í fjærhornið framhjá Ingvar Kale í marki Blika, 1-0 fyrir FH. FH fengu mjög gott færi á 22 mínútu, Tryggvi Guðmundsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, gaf boltann fyrir þar sem Tommy Nielsen skaut boltanum viðstöðulaust, rétt yfir markið. Á 25 mínútu voru Blikar við það að sleppa í gegn en Guðni Páll Kristjánsson, nýliðinn í hægri bakverðinum stoppaði það með frábærri tæklingu. Aðeins 30 sekúndum síðar voru FH-ingar næstum því búnir að bæta við marki,þeir tættu í sig vörnina, Atli Guðna og Björn Daníel og að lokum kom Atli með sendingu fyrir en Matthías Guðmundsson náði ekki til knattarins.

 Á 27 mínútu keyrði Björn Daníel Sverrisson upp vinstri kantinn, gaf á Atla Guðna sem átti skot rétt framhjá en boltinn fór í varnarmann Blika. Fyrsta færi Blika kom á 30 mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson fékk of mikið pláss fyrir framan mark FH og lét vaða en Daði Lárusson varði vel. Á 37 mínútu fengu Blikar besta færi sitt til þessa, Kristinn Steindórsson fékk boltann við vítateigshornið og átti laust skot en erfitt sem Daði gerði vel í að verja. Á 41 mínútu klikkaði Alfreð Finnbogason algjöru dauðafæri eftir góða sendingu frá Kristni Steindórssyni. 44 mínúta og það lá mark í loftinu, Kristinn Steindórsson með enn eina sendinguna fyrir og Guðmundur Pétursson nær skoti á markið en Daði ver. Aðeins mínútu síðar, aftur sofandaháttur í vörn FH-inga sem endaði með því að Guðmundur Pétursson átti gott skot en Daði varði eins og fyrr vel í markinu. Fyrri hálfleiknum lauk svo með skoti frá FH, en Matthías Vilhjálmsson átti skot í varnarmann Blika og Ingvar Kale í markinu þurfti að taka á stóra sínum til að verja þennan bolta. FH voru betri í fyrri hálfleik en þeir voru þó heppnir að fá ekki á sig mark, því Blikar sóttu stíft að marki þeirra seinustu 10 mínúturnar en Daði Lárusson var frábær í markinu.

Seinni Hálfleikur

Blikar fengu fyrsta færið í seinni hálfleik og skoruðu úr því færi á 47 mínútu, Guðmundur Pétursson vann boltann eftir tæklingu gaf boltinn fyrir þar sem Alfreð Finnbogason var einn á auðum sjó og skoraði af miklu öryggi, 1-1 og Blikar byrja betur í seinni hálfleik. Á 52 mínútu komust FH aftur yfir, Davíð Þór Viðarsson fékk boltann rétt fyrir utan teig, gaf á Atla Guðna sem gaf inn í teig þar sem Tryggvi Guðmundsson tók boltann í fyrsta og skoraði, 2-1 fyrir FH. Á 71 mínútu skoruðu Blikar næstum því sjálfsmark, Matthías Vilhjálmsson gaf boltann fyrir af kantinum og Kári Ársælsson fyrirliði Blika skallaði í stöng sinna manna. Á 75 mínútu fengu FH aukaspyrnu sem Tryggvi Guðmunds tók, hún var stórhættuleg á nærstöngina en Ingvar Kale varði vel í markinu. Dennis Siim kom inná á 78 mínútu, en þetta var jafnframt fyrsti deildarleikur hans í sumar, hann meiddist í lengjubikarnum gegn Fylki. Árni Kristinn Gunnarsson fékk síðan rautt spjald í uppbótartíma.

Leiknum lauk með sigri FH sem eru nú komnir í 37 stig og eru með 13 stiga forskot á KR í allavega einn sólarhring. Næsti leikur FH í bikarnum í Keflavík á fimmtudaginn, hvetjum alla til að mæta. ÁFRAM FH! 


Dómari: Valgeir Valgeirsson - Fínn
Áhorfendur: 867
Maður Leiksins: Atli Guðnason
Veður: leiðinlegt, rigning á köflum og kalt. Völlurinn mjög blautur og mikið um tæklingar.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðni Páll Kristjánsson, Tommy Nielsen, Sverrir Garðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson (Viktor Örn Guðmundsson 87'), Matthías Guðmundsson (Atli Viðar Björnsson 70'), Alexander Söderlund (Dennis Siim 78'), Atli Guðnason.

Byrjunarlið Breiðablik: Ingvar Þór Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson, Guðmann Þórisson, Árni Kristinn Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson (Haukur Baldvinsson 56'), Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson (Andri Rafn Yeoman 79'), Guðmundur Pétursson, Alfreð Finnbogason.


Facebook
Twitter
Digg

Til hamingju Jóhanna Guðrún!

Þetta er nú aldeilis flott hjá þér!  Til hamingju Jóhanna Guðrún!   Björk Guðmundsdóttir hvað?

Sumir hér á Fróni þoldu víst ekki kjólinn þinn í Eurovision, þar á meðal Sverrir Stormsker, en hver þekkir hann í útlöndum .................?


mbl.is Jóhanna Guðrún á Monocle vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott lið, flottur þjálfari - til hamingju FH!

Meiðsli hafa hrjáð FH-liðið undanfarið, t.d. hefur Guðmundur Sævarsson verið fjarri góðu gamni að undanförnu og það er greinilegt að liðið saknar hans.

Leikurinn í kvöld var köflóttur hjá FH liðinu en það var í heildina að spila vel.

Tryggvi Guðmundsson jaxlinn sjálfur, sýnir alltaf úr hverju hann er gerður og það er alltaf jafn gaman að horfa á hann spila. Hver er að tala um aldur?

Daði Lárusson flottur í markinu og stóð fyrir sínu.

Mér finnst líka skipta miklu máli hvað þjálfari liðsins Heimir Guðjónsson tekur fagmannlega á öllum málum innan liðsins, hvort sem að það eru sigrar eða ósigrar.

FH situr nú á toppi deildarinnar með 37 stig.

Til hamingju FH!

 


mbl.is FH styrkti enn stöðu sína á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Obama alltaf að vera á "sósíalískum" eftirlitstakka?

Miðað við þá upphæð sem að Obama hefur sett inn í Bandarískt atvinnulíf, skyldi maður halda að þessir peningar væru að skila sér í minnkandi atvinnuleysi og auknum hagvexti.

Spurningin er hins vegar sú, hvort að þeir sem að peningana fá, nýta þá á þann hátt sem að er efnahagslífi Bandaríkjanna fyrir bestu.

Á Obama sem sagt alltaf að vera á fjarstýringunni og fylgjast með hvernig þeir sem að hann treystir fyrir almannafé, reka störf sín.

Yrði nú ekki eitthvað sagt ef að hann væri sífellt á eftirlitstakkanum?

Það er hlutverk forystumanna í efnahagslifi Bandaríkjanna að fylgja því eftir að peningarnir sem að Obama dælir út í atvinnulífið, séu nýttir á réttan hátt og að þeir ræki starf sitt af ábyrgð og skynsemi fyrir land sitt og þjóð.


mbl.is Er Obama að mistakast í efnahagsmálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistin gleður hjartað ekki satt? Sitt lítið af hverju.

Hvað er betra en tónlist eftir eril dagsins. Eigum við ekki að reyna að hafa þetta fjölbreytt?:

http://www.youtube.com/watch?v=Hx8_mv7CzTg

http://www.youtube.com/watch?v=lO0xck7TPg4

http://www.youtube.com/watch?v=C6_1_KGRFDM

http://www.youtube.com/watch?v=MqqcqQAzqr8

http://www.youtube.com/watch?v=QbN0g8-zbdY

Hlaðborð kvöldsins, gjörið svo vel. Eftir svona tónlist hlýtur maður að sofa vel.

Svo langar mig að bæta þessari slóð við með J. du Pré, frábær sellóisti sem að lést langt um aldur fram:

http://www.youtube.com/watch?v=ib9s5LunvFI&NR=1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 63184

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband