26.6.2009 | 14:40
Billie Jean that's my girl.
Listamaður, söngvari og dansari af Guðs náð: Michael Jackson 1958 - 2009.
http://www.youtube.com/watch?v=15SxqqwF63U&feature=related
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frægðin er ekki bara gleði og peningar. Það sannast aftur og aftur.
Sorglegt að þessi hæfileikaríki tónlistarmaður, sem að átti held ég eina mest seldu plötu tónlistarsögunnar, hafi farið í þann farveg sem að hann fór í með lýtaaðgerðir og slíkt. Mjög sorglegt.
Ekki hefur það gert líkamanum hans gott.
Getur einhver sagt mér hvað þessi plata hans heitir?
![]() |
Michael Jackson er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2009 | 22:02
Tryggvi, Hannes, Matti Vill og allir hinir. Til hamingju FH!
Ótrúlegt lið FH. Langbest spilandi lið deildarinnar og ljóst að Heimir Guðjóns þjálfari hefur gert FH að einu langbesta liði landsins, sem að var þó gott fyrir. Leiktæknin og leikgleðin skín af þessum strákum og það er alltaf einhver "action" í gangi hjá þessu liði.
Í fyrri hálfleik var Hannes markvörður Fram, maður leiksins og varði ein 6 - 7 dauðafæri frá FH - ingum. Gamla kempan Tryggvi Guðmunds fékk tækifæri eftir langa setu á bekknum og negldi þetta 2 - 0 fyrir FH með aðstoð Matta Vill í seinna skiptið.
Til hamingju FH!
![]() |
Tvö mörk Tryggva í sigri FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 21:11
Ábyrgðin og skynsemin. Einbýlishús og bílalán.
Ekki vil ég virka kaldlynd, hef reynslu af fjárhagsáhyggjum, en kemur samt ekki að því að einstaklingar verða að bera ábyrgð á sjálfum sér?
Hefði aldrei nokkurn tímann tekið myntkörfulán þó að mér hefði verið borgað fyrir það.
Hefði líka getað í bjartsýniskasti tekið bílalán, af því að aðrir hefðu talið mér trú um það, að það væri bara allt í lagi. Nei takk kærlega.
Stundum verður maður bara að nota heilbrigða skynsemi, ekkert flóknara en það. Fjórtán ára gamla Toyotan mín dugar mér bara alveg ágætlega...... og maður þarf ekki einbýlishús til þess að vera hamingjusamur eða hvað........?
![]() |
Fjölskylda á hringekjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 15:53
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður nátengd Exista.
22. júní 2009
Stund sannleikans rennur upp
Jóhann Hauksson
Nixon sagði af sér sem bandaríkjaforseti í kjölfar Watergate hneykslisins. Frost taldi hann á að ræða við sig í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru nokkrum mánuðum síðar.
Nýleg kvikmynd um Nixon v. Frost færir okkur heim sanninn um það, hversu mikilvægt það er fyrir blaðamenn að styðja málflutning sinn með sannreynanlegum og haldbærum gögnum. Frost og aðstoðarmenn hans sýndu fram á að að Nixon vissi fyrr en ætlað var að menn hefðu brotist inn og snuðrað í höfuðstöðvum demókrata.
Frost náði taki á honum.
Spurningin er nú hver verður í sæti Nixons þegar íslenska bankahneyklsið verður upplýst.
Aðalatriðið er að upplýsingar eigi greiða leið að borgurunum, því hættan sem að þeim steðjar í nútímanum er fólgin í slagorðum, fullmatreiddum hugsanabrautum og hópskoðunum. Gegn þeim teflum við gagnsæinu. Með upplýsingar að vopni og nokkurri þjálfun hefur sérhver maður forsendur til þess að greina á milli þess sem unnt er að sannreyna og hins sem aldrei verður sannað. Þannig getur hann metið, andæft og gagnrýnt. Upplýstur maður metur sjálfur sannleiksgildi þess efnis sem borið er fram í fjölmiðlum og hvort það sé haldbært, nothæft eða gagnslaust.
Íslenska aðferin verður ofan á. Jóhanna Vigdís ræðir við Davíð Oddson, á meðan drukkið verður kaffi og vöfflur með rjóma og BLÁ berja sultu.
Rex 2 klukkutímar, 15 mínútur- Þórkatla Snæbjörnsdóttir 0 mínútur
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að upplýsa, að Jóhanna Vigdís er systir Erlends Hjaltasonar hjá Exista. Fyrir utan hvað hún er annars slappur spyrill gerir þetta hana vanhæfa sem fyrirspyrjanda í öllu sem lýtur að hruninu og bankakreppunni.
Þetta hefur sem sagt verið látið óátalið hingað til að vanhæfur fréttamaður sé í "drottningarviðtölum" inni á Alþingi! Heyr, heyr, RÚV, alltaf batnar það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2009 | 11:24
Já, Lára Hanna, "Gangster's paradise" Húrra, húrra.......!
Vona að Lára Hanna fyrirgefi mér þetta:
Nauðsynleg hlustun:
http://www.larahanna.blog.is/blog/larahanna/
21.6.2009 | 21:20
5 stiga forysta - til hamingju FH!
FH- ingar tróna nú á toppi Pepsi-deildarinnar með 5 stiga forystu, en Stjarnan á leik til góða á móti Breiðablik á morgun.
Matthías Vilhjálmsson valinn maður leiksins og Atlarnir tveir í FH að gera góða hluti.
Til hamingju FH!
![]() |
Öruggur sigur FH á Þrótti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2009 | 16:16
"Smáfuglarnir" kvaka með vinstri stjórn við völd.
Ég verð að segja að ég er gersamlega hætt að skilja. Menn ganga hér fram og láta greipar sópa um íslenska bankakerfið, bankakerfið hrynur og svo. frv. og svo frv., við þekkjum þessa sögu.
Fólk æsir sig á netheimum, á ekki til orð, guð minn almátttugur, svei þér Björgólfur, Jón Ásgeir, Sigurjón, Hannes og allir hinir. En hvar er þetta fólk sem að æsir sig sem mest á netheimum, þegar að til á að taka? Ekki niður á Austurvelli svo mikið er víst.
Hvert spillingarmálið kemur upp, í tengslum við Landsbankann, menn á ofurlaunum hjá skilanefndum bankanna sem að skilar engum árangri, en bara bruðl fyrir íslenskan almenning. Katrín Jakobsdóttir ræður sér fjárglæframann sem ráðuneytisstjóra.
Upphrópanir um að hér sé um nýjan Versalasamning að ræða. En hvar er fólkið með allar þessar upphrópanir? Ekki niðri á Austurvelli svo mikið er víst.
En elli - og örorkulífeyrisþegar þessa lands skulu fá að blæða svo mikið er víst. En hvar er þetta fólk sem að æsir sig sem mest á netheimum um þetta mál? Ekki niðri á Austurvelli svo mikið er víst.
Það vill svo til að Jóhanna og co. sitja ekki agndofa yfir bloggi á netmiðlum, þeim er alveg andsk..... sama um það. Það eina sem þau skilja er lífstakturinn á Austurvelli sem að á ekki að sýna þeim neina miskunn.
En það spilar víst eitthvað inn í núna að að það er vinstri stjórn við völd, hún má víst fara með fjölskyldurnar á kaldan klaka og fullveldi út í ystu myrkur. Já það er vinstri stjórn við völd og "smáfuglarnir" kvaka á netheimum.
Já, svona er Ísland í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábær grein eftir Herdísi Þorgeirsdóttur í Fréttablaðinu dag. Skyldulesning fyrir þjóðina, ef að hún vill á annað borð halda fullveldi sínu.
Smellið á þar til læsilegt letur fæst.
Sérstaklega finnst mér athyglisverð ummæli Herdísar í niðurlagi greinarinnar, þar sem að hún spyr af hverju sé ekki strax gengið í einkasafn Landsbankans og athugað hvers virði það er.
http://vefblod.visir.is/index.php?s=3165&p=76288
20.6.2009 | 17:10
Þjóð í miklum viðjum hugarfarsins..............? Mikið hlýtur Jóhanna að vera ánægð núna!
Hvar er allt fólkið? Við ætlum sem sagt að borga Icesave, láta Jóhönnu og co. svíkja okkur, lækka bætur og minnka réttindi örorku - og ellilífeyrisþega og lækka barnabætur.
Fyrst og fremst kemst þetta fólk upp með að láta forréttindastéttina og útrásarglæsimennin maka krókann og lifa í vellystingum praktuglega á meðan við hin missum húsnæði, bíla og getum varla tekið út lyfin okkar.
Það vaknar kannski einhver um næstu mánaðarmót....... kannski.....?
Mikið hlýtur Jóhanna að vera ánægð núna. Það eru engin óánægja í gangi, það mæta svo fáir á Austurvöll.
Um 100 manns á Austurvelli

Um 100 manns eru nú á Austurvelli á útifundi Radda fólksins. Allt hefur farið vel fram og enginn verið til vandræða. Mynd Róbert Reynisson.
Um 100 manns eru nú á Austurvelli þar sem Raddir fólksins halda útifund. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel og enginn verið til vandræða. Fundurinn í dag er þrítugasti útifundur Radda fólksins en sá síðasti var haldinn þann 14. mars.
Kröfur Radda fólksins eru eftirfarandi:
1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum
Ræðumenn dagsins eru þau Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna og Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 63185
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar