Færsluflokkur: Menning og listir

Það er vert að kíkja á þetta. Alvara grínsins.

Verður maður ekki á þessum sorgardegi, að fara í pínulítinn Pollýönnuleik og taka þetta á "djókinu" samhliða alvörunni, já ef að það er á annað borð hægt?

Endilega kíkið á þetta myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw


mbl.is Nálægt breiðri sátt um Icesave-frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur versnandi fer. Kvæði frá gamalli tíð en á heima í nútímanum ekki satt?

Er ekki hægt að heimfæra þetta kvæði upp á ástandið í þjóðfélaginu í dag? Einhvernveginn finnst mér það. Kvæðið er eftir Heinrich Heine í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:

Kvæðið heitir Heimur versnandi fer:

Ég er hryggur. Hérna fyrrum

hafði veröldin annað snið.

Þá var allt með kyrrum kjörum

og kumpánlegt að eiga við.

-----------------------------------

Nú er heimur heillasnauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Á efsta lofti er Drottinn dauður

og djöfullinn á neðstu hæð.

--------------------------------------

Nú er ei til neins að vinna,

nú er heimsins forsjón slök.

Og væri ekki ögn af ást að finna

allt væri lífið frágangssök.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Jóhanna Guðrún!

Þetta er nú aldeilis flott hjá þér!  Til hamingju Jóhanna Guðrún!   Björk Guðmundsdóttir hvað?

Sumir hér á Fróni þoldu víst ekki kjólinn þinn í Eurovision, þar á meðal Sverrir Stormsker, en hver þekkir hann í útlöndum .................?


mbl.is Jóhanna Guðrún á Monocle vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistin gleður hjartað ekki satt? Sitt lítið af hverju.

Hvað er betra en tónlist eftir eril dagsins. Eigum við ekki að reyna að hafa þetta fjölbreytt?:

http://www.youtube.com/watch?v=Hx8_mv7CzTg

http://www.youtube.com/watch?v=lO0xck7TPg4

http://www.youtube.com/watch?v=C6_1_KGRFDM

http://www.youtube.com/watch?v=MqqcqQAzqr8

http://www.youtube.com/watch?v=QbN0g8-zbdY

Hlaðborð kvöldsins, gjörið svo vel. Eftir svona tónlist hlýtur maður að sofa vel.

Svo langar mig að bæta þessari slóð við með J. du Pré, frábær sellóisti sem að lést langt um aldur fram:

http://www.youtube.com/watch?v=ib9s5LunvFI&NR=1


Lumar einhver á slóð úr Silfurtungli Halldórs Laxness?

Vil gleyma pólitíkinni smástund. Lumar einhver á slóð þar sem að Diddú eða einhver sambærilega góð/góður, syngur eftirfarandi úr Silfurtunglinu eftir Halldór Laxness?

HVERT ÖRSTUTT SPOR    Smile

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn,
er orðin hljómlaus utangátta og tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,

hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,

já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofar standi minni þakkargjörð,
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt

Texti: Halldór K. Laxnes


Mest selda plata tónlistarsögunnar - hvað heitir hún aftur? Michael Jackson.

Frægðin er ekki bara gleði og peningar. Það sannast aftur og aftur.

Sorglegt að þessi hæfileikaríki tónlistarmaður, sem að átti held ég eina mest seldu plötu tónlistarsögunnar, hafi farið í þann farveg sem að hann fór í með lýtaaðgerðir og slíkt. Mjög sorglegt.

Ekki hefur það gert líkamanum hans gott.

Getur einhver sagt mér hvað þessi plata hans heitir?


mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum komin í Sovétástand fjölmiðlastarfs.

Hvaða hagsmunaaðilum er þessi hagfræðiprófessor að þjóna? Hvað eftir annað kemur hann fram í ljósvakamiðlunum og segir að þetta sé allt í þessu himnalagi.

Stöð 2 er Baugsmiðill og RÚV framlenging af VG og Samfylkingu, ekki við góðu að búast.

Þjóðarbúið ekki á hliðina

Þjóðarbúið ekki á hliðina

Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.

Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna.  Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.

Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.

(leturbreytingar mínar)

 


Til hamingju Snæbjörn!

Ég má til með að óska frænda mínum Snæbirni Ragnarsssyni, einum höfunda Bólu-Hjálmars, til hamingju með verðlaunin.

Hann fékk líka tilnefningu fyrir Lápur, Skrápur og jólaskapið.

Svo er hann einn meðlimur hinna óforbetranlegu Ljótu hálfvita sem að eru búnir að slá rækilega í gegn, til hamingju frændi!


mbl.is Utan gátta fékk flest verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn Sigmundsson og Renata Tebaldi

Bókmenntir og falleg tónlist er það sem að gefur lífinu gildi, sérsaklega þegar að gefur á bátinn i umhverfinu. Yndislegir píanóconcertar Chopins eru ólýsanlegir og Renata Tebaldi er besta söngkonan í heiminum í dag.

Kristinn Sigmundsson er fastráðinn við óperuhús í París, en heimsækir reglulega Scala og Metropolitan. Hefur sungið við öll stærstu óperuhús í Evrópu en er aldrei að mikla sig. Hann hefur hreinlega ekki undan eftirspurninni.

Þetta er fólkið sem glæðir lífið lit í armæðu dagsins


Helga á Engi (færsla 2)

Og önnur minningargrein um þessa merku konu, sem að framan af ævi sinni lifði við sult, seyru og þrældóm. Stórbrotin manneskja.

Þriðjudaginn 25. apríl, 1989 - Minningargreinar

Helga Larsen Engi - Minning Fædd 14. maí 1901 Dáin 18. apríl 1989 Helga Larsen

Helga Larsen Engi - Minning Fædd 14. maí 1901 Dáin 18. apríl 1989 Helga Larsen bóndi að Engi v/Vesturlandsveg er látin áttatíu og sjö ára að aldri. Bóndatitilinn hefir hún borið með sæmd í rúm

50 ár en mjög var það óalgengt á þeim tíma að konur ræktu það starf einar. Henni varð þó ekki skotaskuld úr því fremur en öðru sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni.

Helga var Árnesingur í ættir fram og ólst upp í Tungunum en fluttist til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn. Þessi kafli í lífi hennarer mér ekki vel kunnur en það er rakið í bók Gísla Sig. um Helgu. Hún giftist í Danmörku og eignaðist 3 börn en missti mann sinn 1937 og eitt barna sinna seinna. Hún hóf búskap að Hjalla í Sogamýri um þetta leyti og bjó þar í 15 ár. Árið 1952 fær hún jörð og flytur að Engi í Mosfellssveit og þá var Helga glöð og hamingjusöm, því þetta hafði lengi verið hennar draumur sem nú hafði ræst. Vel fór á með henni og nágrönnum, þeim Ólafi á Reynisvatni, Þorgeiri í Gufunesi og fólkinu á Keldum og Grafarholti sem að vísu voru að lögum í um dæmi Reykjavíkur en töldi sig alla tíð Mosfellinga og voru í Lágafellssókn, í Mosfellssveit. Þetta fólk sótti ekki aðeins kirkju sína uppeftir heldur voru börnin í skóla þar og eldra fólkið sótti öll sín menningar- og félagsmál í Mosfellssveitina. Heimamenn í Mosfellssveitinni tóku Helgu fagnandi með hinum þar neðra, í suðursveitinni.

Ég kynntist þessari konu nánast um leið og hún kom að Engi, enda höfðum við sameiginleg áhugamál og ekki ósvipaðan búskap þó kannske mætti finna einhvern mun á því. Helga var hestakona sem bæði fór í stuttar ferðir heimanað og einnig í lengri ferðir með hestamönnum bæði úr Fák í Reykjavíkog Herði. Þá tók hún miklu ástfóstri við Karlakórinn Stefni í Kjósarsýslu en þeir félagar fá nú tækifæri til þess að heiðra minningu hennar með söng yfir moldum hennar við jarðarförina að Lágafelli í dag.

Hún Helga var engin meðalmanneskja en hún bjó að sínu og með sínu fólki. Framanaf með kýr og kindur, en þó aðallega hænsnin og blessaða hestana sína sem hún kallaði dýrlinga sína og vini. Skapgerð Helgu var nokkuð mótuð af misjöfnu atlæti frá æskudögum en mjög talaði hún vel um fólkið á Vatnsleysu og á Fossi í Biskupstungum. Hún sætti því erfiða hlutskipti að alast upp munaðarlaus en lýsingar hennar á vor og sumardögum í sveitinni sem ól hana var óður til hins gróandi lífs og mildi himna föðurins. Hinar björtu hliðar lýstu minningarnar, en hinar lakari firnt ust fyrr og því minna á það minnst.

Bestu hátíðisdagar Helgu voru á árunum þegar Fákskonur fóru hina árlegu hópreið til hennar þá fylltist húsið og þá fylltist hjarta hennar af gleði og hamingju. Þetta voru dýrðardagar. Ég kom einu sinni af tilviljun ríðandi í hlað í Engi er slík heimsókn stóð yfir en karlar héldu sig yfirleitt annarsstaðar þennan dag. Með mér var drengur sem vildi gjarnan gleðja húsráðanda en þettavar drengjasöngvarinn Róbertínó hinn ítalski. Drengurinn stóð við sitt og söng eitt lagið sitt í eldhúsinu fyrir Helgu og þá sem þar voru staddir við mikinn fögnuð. Hann skrifaði að lokum nafn sitt í gestabók heimilisins og þótti þessum suðræna dreng kvennafansinn og hestafjöldinn hið merkilegasta fyrirbæri.

Fyrir nokkrum árum veiktist Helga alvarlega og náði sér ekki eftir það. Hún bar sinn kross en þótti mikið á sig lagt en kvartaði ekki. Hún undi sér í skjóli barna sinna og bjó hjá Katli einkasyninum og hans ágætu konu. Dóttir hennar Ingibjörg á alnöfnu ömmu sinnar litlu Helgu sem var augasteinn hennar og eftirlæti í ellinni. Helga litla var ekki gömul er amma lét henni í té góðan hest og gladdist gamla konan yfir góðum árangri hennar í umgengni við hestinn.

Síðustu árin voru Helgu á Engi allþungbær einkum það að þurfaað hætta búskapnum því áhuginn og kappið var óbilað.

Nú þegar almættið hefir kallað Helgu til sín á annað tilverustig sem hún reyndar hafði beðið eftir, er henni þakkað fyrir samveruna og allt sem hún gerði vel samferðamönnum sínum. Helga bóndinn á Engi var hvergi smá í sniðum og henni fylgja nú góðar óskir og þakkir frá hinum fjölmörgu vinum sem hún eignaðist á lífsleiðinni.

Ástvinum og öðrum aðstandendum er vottuð samúð við fráfall hennar. Minningin lifir.


Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 63059

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband