Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Námskeið um skaðræðssjúkdóminn vefjagigt.

Aukin umræða um vefjagigt er áhugaverð fyrir manneskju sem að hefur þjáðst af þessum sjúkdómi í tæp 3 ár. Skilningurinn úti í þjóðfélaginu er lítill sem enginn og oftar en ekki hef ég fengið þann stimpil á mig að ég væri letingi, manneskja sem að er búin að þræla sér út allt sitt líf 51 árs gömul.

Það er einmittt í mínum aldursflokki sem að sjúkdómurinn er hvað algengastur og einkum meðal kvenna eða um 90%. Í ágætri grein sem að ég las fyrir nokkru var talað um að þessi sjúkdómur væri hormónatengdur. Meiri hluta þeirra sem að fá hann eru konur á breytingarskeiði. Það virðist nú vera aukin vakning í samfélaginu um þennan sjúkdóm og ég fagna því.

Ég vil benda á eftirfarandi slóðir til frekari upplýsinga:

http://www.vefjagigt.is/greinalisti.php?id_teg=0

http://www.gigt.is/frettir/nr/304

Vonandi fer viðhorf til vefjagigtarsjúklinga eitthvað að breytast.


Stefnir í gerbreytt aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu.

Barack Obama heldur sínu striki í fyrirætlunum sínum í að gerbreyta aðgengi almennings í Bandaríkjunum til hins betra í heilbrigðiskerfinu.  Hingað til hefur þetta verið hinum óbreytta Bandaríkjamanni ofviða vegna kosntaðar. Ekki má gleyma því að Obama er af alþýðufólki kominn og berst fyrir réttindum þeirra fyrst og fremst,
mbl.is Obama heldur sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eineltið og gimsteinar manns!

Mig langar að fjalla hér um einelti, málefni sem að mikið hefur verið rætt um, en hver árangurinn, það er mín spurning? Ég hef áður fjallað um eineltismál hér á minni bloggsíðu, en er núna fremur að beina athyglinni að áhrifum eineltis á foreldrana og sálarlíf þeirra til langs tíma litið.

 Það sem er sárast í tilviki sonar míns er, að það er litið svo á að hans veikindi séu bara alls ekki eineltinu að kenna. Ég þekki son minn og veit hvaða áhrif einelti gersamlega gerbreyttu lífi hans.

Þau gerbreyttu líka lífi mínu. Ég missti heilsuna, vinnuna og stundum hef ég verið að hugsa um af hverju ég sé að þessu basli. Það eru allsstaðar lokaðar dyr og skilningsleysi. En sonur minnn er gimsteinn og fyrir hann lifi ég. Svo einfalt er það.


Hlustaðu núna læknir sonar míns!

Svo er mál með vexti að sonur minn er í lyfjaskömmtun vegna erfiðra veikinda. Lyfjaskömmtun þarf að endurnýja á 6 mánaða fresti. Ítrekað hef ég reynt að ná sambandi við lækni sonar míns en ekkert gengur alveg sama hvað ég reyni. Hann á við flogaveiki að stríða ásamt öðru og verður lyfjalaus núna um helgina, ef að ekkert verður gert í málinu. Veit ekkert hvert ég á að snúa mér, er búin að prófa allt. SOS

Áfram kona - en vefjagigt er illvígur sjúkdómur!

Vefjagigtarsjúkdómur er illvígur sjúkdómur sem að leggst bæði á líkama og sál. Verst er þegar að maður fær ekki þann andlega stuðning sem að maður þarf á að halda. Það er í raun það versta. Með skilninginn að bakhjarli eru manni allir vegir færir í sambandi við vefjagigt.

Ég tala af reynslu. Hef verið illa þjáð af vefjagigt á háu stigi í 2 og hálft ár og fengið lítinn skilning. Missti meira að segja vinnuna út af skilningsleysinu.

Þessi kona á alla mína samúð og ég segi við hana hreinlega: Í Guðanna bænum ekki gefast upp!


mbl.is Móðir hrökklast frá námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 63059

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband