Rosalega erfitt hjá flugmönnum, eða hvað?

Flugmenn eru greinilega að farast úr fjárhagsáhyggjum. Hvað ætti ég þá að segja atvinnulaus manneskjan?
mbl.is Flugmenn samþykkja verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flugmenn Icelandair eru ekki að fara fram á hærri laun. Það kemur skýrt fram í öllum fréttum. Það er bitist um tvö helgarfrí annan hvern mánuð. Flugmenn eru eina vaktavinnustéttin á Íslandi sem ekki hefur nema eitt tryggt helgarfrí í hverjum mánuði. Ekki er ég viss um að margir myndu sætta sig við að fá t.d. fríhelgi fyrstu helgina í júní og svo næsta helgarfrí þá síðustu í júlí.   Einnig er tekist á um tryggingaákvæði sem Icelandair breytti einhliða. Það að ekki skuli nást samningar fyrr en þrjár starfsstéttir hafa boðað verkfall, segir meira um stefnu fyrirtækisins en margt annað. Samningar flugmanna hafa verið lausir í heilt ár.

imba (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 09:10

2 identicon

Þetta er þá klárlega brot á vinnuverndarlögum og á að kæra til viðkomandi aðila með tilliti til ákvæða um hvíldartíma starfsmanna.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Samkvæmt Frjálsri Verslun eru meðallaun flugmanna um það bil 1 milljón á mánuði (ráðherralaun og rúmlega það).

Það er alveg dæmigert að það eru hæst launuðustu stéttirnar svo sem læknar og flugmenn sem eru fyrstir til að hóta með verkföllum, brottflutningi og öðru slíku á meðan láglaunastéttirnar sitja á sér og taka tillit til ástandsins.

Og varðandi þessi helgarfrí sem er stillt upp eins og grafalvarlegri spurningu um mannrétti. Ég vann um árabil sem strætóbílstjóri og eðli vinnunnar samkvæmt fékk maður skema þar sem helgarnar gátu lent alla vega. Stundum var maður kannske í fríi föstudag og laugardag, en stundum kannske sunnudag, mánudag og þriðjudag. Stundum vann maður alla helgina og stundum slampaðist það þannig að fríið kom á laugardag og sunnudag. Við fengum (eins og væntanlega flugmenn líka) að sjálfsögðu vaktauppbót og aldrei heyrðist neitt væl um mannréttindabrot.

Það er ekki hægt að ráða sig í vaktavinnu og fá fyrir það álag (álag flugmanna virðist vera vel útilátið eftir því sem þeir ná þessum tekjum) og vera svo að heimta að vinnutíminn sé eins og hjá 9-5 fólki.

Verða næstu kröfur eins og þær sem sagt var í gríni að vélstjórar á skipaflotanum hefðu sett fram einhvern tíman: Steikt egg á morgnana og glugga mót suðri?

Jón Bragi Sigurðsson, 23.1.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Hvumpinn

Nú er Jón Bragi búinn að "pastea" sama þvættingnum inná nokkrar síður en innihaldið batnar ekki við það.  Meðallaun flugmanna ná ekki milljón.  Hæstu menn ná milljón og sumir betur vegna greiðslna fyrir önnur yfirmannastörf.

Enginn að tala um mannréttindi, en félagið getur ekki bæði litið á flugmenn sem vaktavinnufólk (almennt vinnur fólk sem gengur vaktir allann sólarhringinn - hálfan mánuðinn) og reynt um leið að ná 20-22 vinnudögum út úr fólki.

Vinnuverndarlög á Íslandi ná ekki yfir áhafnir flugvéla og skipa og Vinnueftirlitið vill ekkert af þessu fólki vita.

Hvumpinn, 23.1.2010 kl. 14:34

5 identicon

Það er auðvitað óþolandi að vera án kjarasamnings og því styð ég flugmenn í að beita sér til að fá samning. Reyndar kemur sér það illa fyrir mig persónulega þar sem þetta gæti raskað flugi hjá mér en maður verður að vona það besta.

Ég er flugumferðarstjóri og við fáum helgarfrí á 6 vikna fresti. En það er ekki ástæða til að fara í verkfall, svona er bara vinnan.

Nonni (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:17

6 identicon

Jón Bragi, samningar flugmanna hjá Icelandair hafa verið lausir í heilt ár en samt segir þú að flugmenn "sem eru fyrstir til að hóta með verkföllum, brottflutningi og öðru slíku". Flugmenn hafa sýnt ansi mikið langlundargeð í samningaviðræðunum því tvær aðrar stéttir (flugvirkjar og flugfreyjur) hjá félaginu hafa hótað verkfalli áður en hægt var að semja.

Þessi fullyrðing þín um milljón stendur engan vegin af sér nánari skoðun en launamál eru heldur ekki ágreiningsefni í þessum samningaviðræðum.

Ingvar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:32

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þessar tekjutölur eru ekki búnar til af mér heldur komnar frá blaðinu Frjáls Verslun. Það getur vel verið að þeir séu að dunda sér við það að falsa upplýsingar. Af einhverjum ástæðum virðast laun flugmanna vera leynileg þrátt fyrir að Flugleiðir séu ríkisfyrirtæki. Þetta með að vera fyrstir þá átti ég líka við lækna. Þeirra fulltrúi var um daginn að hóta með því að læknar myndu fara úr landi ef kjör þeirra versnuðu og nú eru það flugmenn. Ég hef ekki  heyrt mikið af slíku frá láglaunastéttunum síðan kreppan skall á.

Varðandi 9-5 þá átti ég við að flugmenn virðast ekki átta sig á né sætta sig við á hvaða dögum þeir þurfa að vinna vinnuna sína. Flugumferðarstjórinn hér að ofan virðist hins vegar hafa náð því og er það vel.

Og hvað "greiðslu fyrir önnur yfirmannastörf" ert þú að tala um Hvumpinn? Erum við ekki að tala um flugmenn sem eru starfandi sem flugmenn en ekki í einhverju öðru?

Það var í öðru bloggi verið að tala um þessi helgarfrí sem sjálfsögð mannréttindi en ekki á þessarri síðu Hvumpinn. Mér skilst á þér að þú hafir lesið hin bloggin og ættir því ekki að þurfa að koma af fjöllum.

Og svo skrifarðu Hvumpinn "almennt vinnur fólk sem gengur vaktir allann sólarhringinn - hálfan mánuðinn". Áttu við að flugmenn séu á vakt allan sólarhringinn eða að þeir sem vinna vaktir sem geta verið á öllum tímum sólarhringsins þurfi aðeins að skila um 80 vinnustundum á mánuði?

Ég skil það mætavel Hvumpinn að þú skulir ekki þora að skrifa undir nafni. Ég mundi ekki heldur þora því í þínum sporum...

Jón Bragi Sigurðsson, 23.1.2010 kl. 21:20

8 identicon

Jón Bragi, þú hljómar eins og maður sem datt út úr flugnámi og ert bitur útí þessa stétt. Hvers vegna segir þú flugmenn ekki átta sig á hvernig vinnu þeirra er háttað? Þetta 9-5 bull þitt dæmir sig sjálft. Hvaða endemis rugl er það að detta í hug að flugmenn skili 80 vinnustundum á mánuði? Það lýsir ágætlega fáfræði þinni að halda þessu fram. Ef til vill geta flugstundir verið í kring um 80, en Vaktstundir geta verið yfir 170 í hverjum mánuði, og greiðist ekki yfirvinna. Flugmenn eru oft yfir 300 klukkustundir erlendis í mánuði hverjum. Munur á flugstundum og vakttíma er mikill en ekki ætla ég að útskýra það frekar fyrir þér.  Nenni því ekki, enda virðistu ekki hafa áhuga á staðreyndum málsins.   Til að gera langa sögu stutta, þessi kjaradeila snýst ekki um peninga. Hún snýst aðallega um að flugmenn vilja manneskjulegra vinnuumhverfi og meiri tíma með fjölskyldum sínum.   Og í stað þess að agnúast útí stéttina, kíktu í eigin rann og reyndu að finna út hvað það er sem veldur þér þessum pirringi. Öfund útí samborgarana lætur þér bara líða illa.

H (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:55

9 identicon

...ég skrifa heldur ekki undir nafni vegna hótana Jóns Braga í garð "Hvumpins".

H (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 23:28

10 identicon

Jón Bragi, Frjáls verslun endurspeglar á engan hátt "meðallaun" flugmanna. Þarna eru kannski einhverjar tölur sem flugstjórar hafa. Flugstjórar sem eru einnig flugrekstrarstjórar eða eitthvað þvíumlíkt. Það eru margir flugmenn/flugstjórar sem sinna meiru en bara flugi innan síns flugfélags. Þar má nefna ýmis konar kennslu, fræðslu og svo geta menn verið þjálfunarflugstjórar o.s.frv. Svo þó að einhverjir örfáir með háan starfsaldur og með meira hlutverk en bara að fljúga nái milljón þýðir það ekki að meðallaun stéttarinnar sé í námunda við þessar tölur. Þess má svo einnig geta að flugmenn Icelandair eru mjög lágt launaðir miðað við starfsbræður þeirra erlendis eftir fall krónunnar. En enn og aftur er rétt að minna á að þetta snýst ekki um laun eða launakjör heldur vinnutilhögun. Flugmenn hafa ekki hótað því heldur að fara úr landi eins og þú virðist halda fram. Við skulum ekki gleyma því að flugmenn Icelandair hafa verið með lausa samninga nú í ár vegna þess að Icelandair treystir sér ekki í mannlegri vinnuskrá og -tilhögun flugmanna sinna. Einnig er vert að ítreka það að flugmenn er þriðja stéttin í röðinni hjá Icelandir á stuttum tíma til að boða til verkfalls til þess að knýja fram samninga.

Við síðustu samninga flugmanna Icelandair (sem runnu út fyrir ári) kom til tals að fara í verkfall en það var ákveðið að tíminn væri ekki réttur fyrir slíkt og ákváðu flugmenn að sættast á stuttan samning með hag félagsins að leiðarljósi og því var nánast engu áorkað. Flugmenn hafa því beðið virkilega þolinmóðir eftir þessari kröfu sinni um breytt skipulag í vinnutilhögun.

Það sem Hvumpinn á eflaust við með vöktum allan sólarhringinn er að flugmenn vinna bæði nótt sem dag. Auðvitað þarf að fylgja hvíldarreglum en þær banna ekki að senda menn til skiptis í næturflug og dagflug svo lengi sem lágmarkshvíld sé fyrir hendi.

Ingvar (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 03:07

11 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er athyglisvert að þegar menn eru reiðir og hafa léleg rök fram að færa að þá snúa þeir sér að því að reyna að níðan niður persónu þess sem skrifar og reyna að finna einhverjar annarlegar ástæður fyrir skoðunum þeirra. Í þennan flokk falla þeir "H" og Hvumpinn. Og að halda því fram að ég sé að hóta einhverjum hér er náttúrlega út í bláinn. Ég er aðeins að benda á hve aumkunarvert það er að þora ekki að standa við skoðanir sínar undir nafni. Og "virðist halda fram"! hvers konar rök eru það´? Ég skrifa að læknar hafi hótað því. Og ég er vel meðvitaður um að flugmenn fá ekki greidd laun bara fyrir þann tíma sem þeir sitja við stýrið og að þeir eru mikið erlendis nákvæmlega eins og fleiri stéttir. Ég þekki til dæmis vörubílstjóra sem eru mikið úti á landi að ógleymdum sjómönnunum sem þurfa líka að vera mikið að heima.

Jón Bragi Sigurðsson, 24.1.2010 kl. 09:12

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ingvar. Að sjálfsögðu eru íslenskir flugmenn með lægri laun en stéttarbræður þeirra eftir fall krónunnar nákvæmlega eins og allir aðrir íslenskir launþegar. Og ég viðurkenni fúslega að ég ekki veit nákvæmlega hvernig þessi könnun Frjálsar Verslunar er unnin. En þetta eru óneitanlega há meðallaun jafn vel þó að einhverjir stjórar og yfirmenn séu reiknaðir inní þetta.

Það er þakkarvert Ingvar að það er hægt að ræða við þig án þess að fá fúkyrði og níð í staðinn.

Jón Bragi Sigurðsson, 24.1.2010 kl. 09:19

13 identicon

Hr. H segir: "Til að gera langa sögu stutta, þessi kjaradeila snýst ekki um peninga. Hún snýst aðallega um að flugmenn vilja manneskjulegra vinnuumhverfi og meiri tíma með fjölskyldum sínum.  "

Ef að flugmenn fá fleiri frídaga og þægilegra vinnuumhverfi þá ætti að lækka launin þeirra í samræmi við það eins og í öðrum starfsstéttum.

Páll (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband