4.2.2010 | 00:42
Blekkingarnar afhjúpast hver af annarri.
Þær blekkingar sem að íslensk stjórnvöld hafa viðhaft gagnvart íslensku þjóðinni í Iceasavemálinu,eru vítaverðar að mínu mati. Reyna að keyra fram málið á blekkingum og síðan mátti þjóðin helst sem minnst fá að vita um málið. Þetta er valdníðsla af verstu sort.
Nú kemur í ljós að Norðmenn og Finnar eru okkur hliðhollar, jafnvel fleiri þjóðir hvað veit maður. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert reynt að vinna sér fylgi utanlands og segir okkur síðan bara að borga. Kannski að þú farir að tala við annað fólk Jóhanna mín.
Finnar hliðhollir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna er búin. Það þarf annað fólk að stjórn landsins í dag.
Carl Jóhann Granz, 4.2.2010 kl. 08:35
Er einhver ástæða til að taka því sem Sigmundur Davíð segir sem einhverjum heilögum sannleik. Það skiptir ekki nokkru máli hvern af þessum aumingjum sem sitja þing Íslendinga við setjum í þessi mál, þetta eru allt saman eiginhagsmunapotarar sem gera ekkert nema það komið þeim og þeirra vel.
Og merkilegt hvað fólk er fljótt að gleyma hvaða tveimur flokkum við eigum þessi ósköp að þakka.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 4.2.2010 kl. 08:54
Eðvarð, hvað ef þessir tveir flokkar sem "komu okkur í þetta" væru betri til þess fallnir að leiða okkur út úr þessu heldur en þessi vinstri stjórn í dag ?
Carl Jóhann Granz, 4.2.2010 kl. 09:00
ef þú heldur partý heima hjá þér og allt fer í rúst... ert þú ekki besti maðurinn í tiltektar verkið þar sem þú veist hvar á allt á að vera Eðvarð? Ekki ræðuru til þín fólk sem vill endilega hafa matardiskana inn á klósetti, eða hvað?!
Pétur (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 09:15
Þórkatla, þó svo að mbl.is nái að grafa upp einstakar greinar hér og þar, þar sem fólk lýsir yfir stuðning á málstað Íslendinga þýðir það ekki að allur heimurinn sé á okkar bandi, mæli eindregið með að fólk prófi að lesa eitthvað annað en þennann hlutdræga miðil, lesi blöð frá útlöndum sem fjalla um þetta, fái aðeins betri skilning á þessu öllu, því ekki frekar en aðrir miðlar, þá er mbl ekki heilagur sannleikur!
Tryggvi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 10:46
Ég held bara því miður að enginn af þessum flokkum sé vel til þess fallinn að leiða okkur út úr þessu. Fólkið í þessum flokkum er upp til hópa svo samofið þessu kerfi og þessir flokkar voru allir meira eða minna keyptir af þeim mönnum sem settu allt til fjandans hérna þannig að þeir sem stýra eiga í stökustu vandræðum með að koma upp um þessa menn án þess að koma sjálfum sér og sínum flokki í klandur og þess vegna karpar þetta ágæta fólk á þingi endalaust í staðin fyrir að taka til hendinni og gera eitthvað að viti.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 4.2.2010 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.