4.2.2010 | 02:01
Frændþjóðavinir í raun, innistæður og fl.
Það er gleðiefni að Norðmenn ætli að snúa frá villu síns vegar og vera frændþjóðarvinir í raun. En hvers vegna gera hinar Norðurlandaþjóðirnar ekki slíkt hið sama? Finnar hafa nú bæst í vinahóp okkar í þessu samhengi en Danir og Svíar eru enn andvíg okkur í þessu máli og lætur AGS ráðskast með okkur.
Já mér er spurn. Hvaða óskaplegt ægivald hefur þessi sjóður eiginlega? Hann getur komið í veg fyrir að aðrar þjóðir veiti okkur lánafyrirgreiðslu. Þetta er fjárhagsleg kúgun gagnvart lítilli þjóð sem að Bretar og Hollendingar hafa kallað yfir okkur.
Og það sem meira er, allar kröfur til innistæðueiganda hafa verið greiddar út að fullu en útrásarvíkingarnir skulda bresku og hollensku ríkjunum gífurlegar fjárhæðir. Þeim ber að borga þessum ríkjum þessar fjárhæðir sjálfir en ekki við almenningur. Bankarnir voru í einkaeigu þegar þessir ómerkingar kölluðu þetta yfir okkur.
Á ég ekki bara að borga þínar skuldir Jón Jónsson? Af hverju eigum við að borga skuldir annarra manna. Ég er kannski treg en ég skil ekki svona þankagang. Til að kóróna vitleysuna þá situr Jón Ásgeir í einni af skilanefndum bankanna og aðrir ganga lausir.
Mál Björgólfs Thors er nú kapitúli út af fyrir sig, myndi hvergi viðgangast í nokkru siðmenntuðu ríki.
En Norðmenn og Finnar eiga heiður skilið.
Norðmenn breyta um Icesave-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Danir og svíar eru í sömu stöðu og bretar og hollendingar, nema hvað danir settu fúlgur fjár inn í ónýtan banka á írlandi og svíar gerðu það sama í glataða banka í Baltik löndunum, fari icesave fyrir dóm gæti það aflétt ríkisábyrgðum annara þjóða einnig og þá liggja danir í því sem og sænskir...
Viðar (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 08:42
Já þetta er pólitískt stríð við verðum að verjast!
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.