3.3.2010 | 23:19
Kommúnískur aumingjaskapur eða íhaldið?
Þetta er með skondnari fréttum síðustu vikna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skiptir sem sagt engu máli, eða hvað? Ekkert verið að tala um að lýðræðisleg vinnubrögð skulu höfð í heiðri. Einhverntímann hefði Steingrímur karlinn heimtað slíkt, en auðvitað ekki þegar að hann er kominn í feitt embætti, þá hlýðir hann frú Jóhönnu.
Það er mottóið hér á Íslandi að almenningur skuli aldrei hafa síðasta orðið í nokkrum sköpuðum hlut. Nei þetta er víst vitleysa í mér. Við kusum yfir okkur þessa ömurlegu ríkisstjórn eftir þessa svokölluðu uppreisn á Austurvelli gegn íhaldinu. Já hvort er betra kommúnískur aumingjaskapur sem að Steingrímur J. er í forsvari fyrir eða íhaldið, já ég bara spyr?
Viðræður geta haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir fjórflokkarnir eru óhæfir til að stýra landi og þjóð.
Ég á mér draum um að Ísland verði fyrsta landið þar sem fólkið fær beint að taka þátt öllum stórum ákvörðunum.
Opið beint lýðræði fjöldans væri stærsti lýðræðissigur mannkyns nú til dags. Á tímum þar sem fjármagnsöflinn vilja eignast heiminn
og gefa ekkert fyrir rétt fólksins.
Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er ein sú stærsta í lýðræðisögunni. Ekki bara á Íslandi heldur í heiminum. Heimurinn fylgist með. verum fyrirmynd og
gefum öðrum kúguðum almenningi von.
Már (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:35
Már, ég er að miklu leyti sammála þér. Það er vitað mál að heimsbyggðin fylgist með komandi kosningum ef af þeim verður, en það er bara ekki víst að svo verði. Með málþófi í Bretlandi er nokkuð ljóst að það er tilgangurinn að reyna að blása komandi kosningar af. Já fjórflokkalýðræðið er búið að vera, það er nokkuð ljóst en ég hef ekki trú á því að það verði breyting á því á næstunni.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.