Samtryggingin verri en ítalska mafían.

Því miður verður maður að segja að þessar fyrirhuguðu kosningar á laugardaginn eru að verða eins og hver annar skrípaleikur, hvort sem að þær fara fram eður ei. Það mun aldrei verða farið eftir niðurstöðu kosninga.

 Stjórnvöld með Jóhönnu í broddi fylkingar, eru orðin skíthrædd um valdastöðu sína og vilja að sjálfsögðu ekki að almenningur geti bolað þeim frá völdum vegna þessa máls. Sú umræða sem að upp er komin að fresta kosningunum til föstdagskvölds í næstu viku, sýnir best hræðsluna og valdhrokann í valdamönnum hér.

Ég hef ekki mikla trú á því að kosningarnar fari fram á laugardaginn. Vonandi reynist ég ekki sannspá. Og  þó svo að kosningarnar munu fara fram verður ekker farið eftir þeim. Jóhanna og co. munu sjá til þess að þessi vesæla ríkisstjórn geti kjaftað sig út úr vitleysunni.

Skjaldborg um heimilin, já það er nefnilega það. Líterinn af bensíni kostar 200 kall í sjálfsafgreiðslu. Stóð einhverntímann til að útrásarvíkingar borguðu brúsann, var það nokkurntímann afstaða núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar?

Samtryggingin hér á Íslandi er orðin verri en ítalska mafían og þá er nú mikið sagt.


mbl.is Kosningarnar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningarnar voru samþykktar og skráðar að ættu að vera 6 mars, fjöldinn allur er búin að kjósa nú þegar og kosning þessi verður að fara fram og vera virt að stjórnvöldum, ef ekki þá er búið að brjóta niður lýðræi fólksins í landinu og ríkisstjórninn ætti að vera feld.

Kv. Kristín

kristín (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:02

2 identicon

Í dag kemur fram tillaga um frestun kosninga til föstudags í næstu viku. Hverju á maður að trúa? Ég er sammála þér að að þessar kosningar verði að fara fram ella séu stjórnarslit framundan auglljóslega, alger svik við fólkið í landinu. Maður hélt að það væri nóg komið af því tagi frá þessari ríkisstjórn.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband