4.2.2009 | 01:36
Skoðunarleiðangur Jóhönnu
Það er eins og maður sé að reyna að jafna sig eftir 4 mánaða samfelldan hvirfilbyl. Hvirfilbylurinn byrjaði í byrjun október eins og öllum er kunnugt, og það hvín aðeins í honum enn. Við erum jú að tala um þjóðfélagið okkar sem er komið með nýja ríkisstjórn, sem að svo margir töldu að væri upphafið á nýju lífi hér á Fróni, erfiðu lífi, en nýju. Hvað blasir svo við?
Það var hálf vandræðalegt að horfa á Kastljósið á mánudagskvöldið og hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttir segja að hún ætlaði að skoða þetta og skoða hitt, þessi ríkisstjórn er kannski í skoðunarleiðangri en ekki í björgunarleiðangri. Nokkur furða að Þóra Arnórsdóttir fréttamaður Kastljóss væri farin að fórna höndum yfir svörum forsætisráðherrans við spurningum hennar.
Eftir gærdaginn verð ég að viðurkenna að ég er ekki ýkja bjartsýn. Lausnirnar til bjargar heimilunum lágu á skrifborði fyrrverandi félagsmálaráðherra/núverandi forsætisráðherra þegar stjórnarsamstarfinu var slitið. Viðkomandi skýrsla hafði farið úr hendi þáverandi dómsmálaráðherra til annarra ráðuneyta og beið þess að verða samþykkt. Sunnudaginn 1. feb. sakar Jóhanna, Björn Bjarnason um slóðaskap í viðbrögðum til bjargar heimilunum. Slóðaskapurinn var mikill hjá fyrrverandi ríkisstjórn, Jóhanna sat í henni ásamt öllu hinu liðinu. Það er vonandi að Jóhanna finni eitthvað nýtilegt í þessarri skýrslu, ekki veitir af að finna einhverjar lausnir.
Það ríkti mikil bjartsýni hér á okkar kalda landi hér í janúar. En nú er eins og allur vindur sé úr. Það er alla vega mín tilfinning. Það er spurning hvort að Raddir fólksins ætli að halda áfram að mótmæla, það er ennþá hægt að reyna að ýta Davíð og co. út, en eftir leynisímtal Jóhönnu og Dabba, vita held ég allir, að Davíð labbar ekki út fyrr en frumvarpið hennar Jóhönnu verður samþykkt á Alþingi.
Ég ætla bara að vona að það fari einhver stjórnmálaöfl að sýna sig, sem að hafa snefil af siðferði og ábyrgðartilfinningu, annars er hætt við að minningarorð þessa kafla úr Íslandssögunni verði eitthvað á þá leið: Fólkið reis upp og mótmælti en (janúar)byltingin át börnin sín.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.