5.2.2009 | 20:14
Playboy og bresk fegurð
Playboy og bresk fegurð í Bláa lóninu hafa vera mikið áhugamál stjórnendanna Ísland í dag, síðustu tvo daga. Engin fegurðarsamkeppni samt í þættinum í kvöld. Maður hélt nú að það væri nú ekki beinlínis nein gúrkutíð í fréttamennsku þessar vikurnar. Það var t.d. ný ríkisstjórn að taka við völdum í Stjórnarráðinu.
Ég verð að segja að ég sakna mikið gömlu þáttastjórnandanna Þorfinns Ómarssonar, Sölva Tryggvasonar og Svanhildar Hólm.
Núna hefur Ísland í dag lengst um helming, en magn er víst ekki alltaf sama og gæði. Nú orðið færi ég mig fljótlega yfir á ríkisstöðina til að athuga með áherslumál Kastljóss. Þeir hafa verið duglegir þar að fylgja málum eftir.
Var að reyna áðan að horfa á Ísland í dag, en gafst upp. Þar var byrjað að fjalla um nýjustu uppfærslu á Kardemommubænum sem er væntanleg á fjalirnar núna í febrúar. Þar sem að enginn krakki er á heimilinu var ekki áhugi fyrir viðfangsefninu.
Sá þó að þar voru að leika Spaugstofuleikarar Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og eitthvað heyrðist í Sigga Sigurjóns líka.
Bíð nú spennt eftir laugardagsspaugstofunni sem mun áreiðanlega gera atburðum vikunnar betur skil en Ísland dag.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.