Skjaldborgin um heimilin ........

Tilvitnun í færslu á eyjan.is:

"Aðalstjórnendur Baugs, þeir Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður og Gunnar Sigurðsson forstjóri, hafa gert samkomulag við skilanefnefnd Landsbankans um að þeir haldi stjórnarsætum sínum hjá fjórum verslanakeðjum félagsins, House of Fraser, Iceland, Aurum og Hamleys.

Á fréttavefnum thisismoney.co.uk kemur fram að samkomulagið hafi verið gert  sl. fimmtudagskvöld og Baugur svo tilkynnt daginn eftir að félagið væri hætt við að mótmæla því að BG Holding færi í greiðslustöðvun.

Samkomulagið, sem færir Jóni Ásgeiri 20.000 pund á mánuði, um 3,3 milljónir króna. Starfsmenn í höfuðstöðvum Baugs við Bond Street í London eru sagðir slegnir. Þeir standi frammi fyrir uppsögnum með litlar vonir um útborgun."

Ég spyr hvort að sú ríkisstjórn sé traustsins verð sem velur Jón Ásgeir Jóhannesson sem sinn mann, meðan fólk missir vinnu og eignir sínar vegna ábyrgðarleysis hans?  Með 3.3 millur á mán., þyrlu o.fl. o. fl.

Er það á þennan hátt sem á að slá skjaldborg um heimilin í landinu, eins og þykir svo fínt að segja núna?

Það er alveg auðséð að það á ekkert að gera til þess að draga úr spillingu í banka- og valdakerfi þessa lands. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að fólk  haldi áfram að mótmæla þeim siðferðislega viðbjóði sem að tröllríður nú okkar þjóðfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband