Kannski sækir maður um starf hjá skilanefndum bankanna?

Jæja þá vitum við það, Ísland er við það að þurrkast út af landakortinu, þegar virtur hagfræðingur Gylfi Zoega segir þetta, hlítur maður að taka mark á því.

Umheimurinn tekur ekki lengur mark á okkur, við erum orðin bananalýðveldi, megum víst þakka fyrir að færeyingar vilji kaupa raforku af okkur.

Nefndarmenn skilanefnda bankanna sem eiga að rannsaka klúðrið, sumir eru að rannsaka sitt eigið klúður,  taka 25000 kall á tímann, takk fyrir kærlega.

 

10 fyrirtæki á dag mun fara á hausinn næsta árið, hvað tekur við þá er spurning, kannski verða bara engin fyrirtæki til þá í landinu, til að fara á hausinn.

Hagfræðingurinn  áðurnefndi átelur stjórnvöld fyrir að reyna ekki að endurvekja traust landsins gagnvart umheiminum, við munum þurfa á því að halda.

Í staðinn siglum við sofandi að feigðarósi og ekkert heyrist lengur í Röddum fólksins.

Og enn einu sinni alveg makalaust fréttamat Stöðvar 2 og maður minnist nú ekki á Ísland í dag ógrátandi. Engin stjórnmálaumræða þar þessa vikuna. Það er bara kannski einhver gúrkutíð í fréttunum þessa dagana.......? og Sigrún Ósk og Sindri brosa sínu breiðasta og bjóða okkur í matreiðslutíma til hennar Friðrikku sem að er víst eitthvað tengd Baugi.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband