Vandræðagangur í Gettu betur

Óttalengur vandræðagangur var yfir fyrsta Gettur betur þættinum í vetur. Eva Maríu tókst ekki að leika af fingrum fram, þetta var ósköp stirðbusalegt og á stundum vandræðalegt. Eva María var stundum að koma með athugasemdir, sem annars hinn greindi maður Davíð Þór, ekki skildi.

Eftir því sem að þetta varð vandræðalegra, fór ég að færa mig oftar yfir á Skjá einn og horfði þar á Spjallið með Sölva, sem var alveg ágætur, áhugavert spjallið við Þorgerði Katrínu þó svo að ég væri alls ekki sammála henni í öllu. Og Guðni Ágústss. var líka mættur og blés mönnum kjark í brjóst.

En tilmæli til Ríkissjónvarpsins: Gefið fleirum tækifæri við þáttastjórnun, þið eruð ekki að gera fólki neinn greiða með því að ofnota það á sjónvarpsskjánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega sorglegt hvernig hægt er að eyðileggja besta sjónvarpsefni síðustu ára

monsi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:28

2 identicon

Má ekki alltaf segja,,,,Það gengur betur næst.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Benedikta E

Það er fullreynt með Evu Maríu - hún hefur heldur ekki raddfyllingu fyrir svona langan samhangandi textalestur - hana skortir líka þjálfun í raddbeitingu - hana vantar líka hlutleysið við egóið.

Ég vona að það verði settur inn annar stjórnandi - það er ekki rétt að láta eina manneskju rústa þættinum fyrir öllum hinum - líka þeim sem heima sitja.

Benedikta E, 22.2.2009 kl. 00:21

4 identicon

Ég vil alls ekki vera of dómhörð í garð Evu Maríu. Hef það  bara á tilfinningunni að hún hafi ekki það sem að þarf, til að fanga salinn og þjóðina með sér. Það er nákvæmlega það sem að þarf í þessum þætti.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:47

5 identicon

Friðarsinni - GLÆTAN - Þetta er bara meðvirkni hjá þér - Þær voru báðar heil hörmung í Eurovison - og fengu borgað fyrir það -  frá okkur - munum það.

Sjáið hvernig dæmið lítur út - Við borgum þeim launin - Við borgum líka nauðungar afnotagjald fyrir útsendinguna - Við getum ekki horft á þáttinn því þær eru svo mikil hörmung - Við flettum svo yfir á skjá 1 - þar er betra efni - og kostar okkur ekkert - Tölum við RÚV á mánudaginn ! 

Benedikta E (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 02:29

6 identicon

Eva María er ágæt maður á mann viðtal, en mér fannst tilgerðin of mikil í þeim báðum Jónsdætrum í Eurovision. Stundum fannst mér það vera spurning hvort að þátturinn væri um þær eða Eurovision.

Það er athyglissýki í þeim báðum. Þess vegna fór nú sem fór í gærkvöldi í Gettu betur hjá Evu Maríu.  Það er allavega ein ástæða fyrir því að Gettu betur mislukkaðist algerlega í gærkvöldi.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband