22.2.2009 | 14:15
Frábærir fréttamenn og Stöð 2
Það virðist flest vera að snúast við í höndunum á Stöðvar 2 mönnum þessa dagana. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem að var rekin af Stöð 2 á sínum tíma, er valinn besti blaðamaðurinn af Blaðamannafélgagi Íslands.
Þátturinn Spjallið með Sölva sem var í gærkvöldi, var góður og á ábyggilega eftir að verða betri. Þáttastjórnandi þarf að tileinka sér traust og trúnað viðmælandans áður en viðmælandinn samþykkir að koma í þáttinn.
Sölva Tryggvasyni tókst þetta í gærkvöldi í viðtalinu við Þorgerði Katrínu, þar sem að ekki var bara verið að talað um pólitíkina, heldur líka hennar persónulegu mál. Sölvi nálgaðist þetta á nærfærin hátt og á heiður skilinn fyrir það.
Stjórnendunum á Stöð 2 tókst líka að losa sig við Sölva eins og flestum er kunnugt.
Mikið óskaplega eiga þessir peningamenn bágt sem að ekki kunna að meta góða fréttamenn. Þeir peningamenn sem að stjórna Stöð 2 virðast ekki enn vera búnir að átta sig á því að hinn svokallaði "almenningur" lætur ekki hafa sig að fífli.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.