25.2.2009 | 00:08
Andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot
Seðlabanki Íslands er gjaldþrota. Þetta er staðreynd sem að sumir virðast vera búnir að gleyma. Innanborðs er sjálfskipaður seðlabankastjóri Davið Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af aðalmönnum í bankaráði. Eini seðlabankinn í heiminum sem að er gjaldþrota. Þrátt fyrir það fannst Davíð það sjálfsagt að geta komið í "drottningarviðtal" í Kastljósi.
Spyrillinn var að vinna vinnuna sína og var hreinlega að spyrja þeirra spurninga sem brunnið hafa á þjóðinni núna, vikum og mánuðum saman. Launin sem að spyrillinn fékk, voru eilífar dónalegar athugasemdir um hann sjálfan frá viðmælandanum, sumar ansi persónulegar. Ef að þetta væri ekki Davíð Oddsson myndu hér bloggheimar loga um dónaskap viðmælandans.
Nei, í staðinn er komin skyndileg aulavæntumþykja um þennan mann sem að kann ekki lágmarks mannasiði.
Þegar Sigmar vildi benda á það væri viss áfellisdómur um fyrrverandi ríkisstjórn og forsætisráðherra, að hafa ekki tekið mark á þeim ábendingum sem að komu frá Seðlabankanum sagði Davíð: "Eigum við ekki að lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan".
Hér eftir hættir maður að vera hissa yfirhöfuð á nokkrum sköpuðum hlut.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar hinn 11. september í efnahagslífi Íslands átti sér stað í byrjun október 2008, þá vildi svo til að einn af forsvarsmönnum Moody's var staddur í sjónvarpssal beinnar útsendingar hjá fjármálasjónvarpsstöðinni CNBC Europe. Ég sat og horfði á hann í tölvunni hjá mér. Talið barst að íslensku krónunni og Seðlabanka Íslands. En í þessum hamförum náði íslenska krónan sennilega að falla mest allra gjaldmiðla án þess að viðkomandi seðlabanki gerði neitt til að stöðva fallið
Þetta er dálítið merkilegt. En hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, talsmaður Moody's sagði það vera Seðlabanka Íslands til mikils hróss að hann freistaðist ekki til þess að grípa inn með stuðningsuppkaupum á krónu. Þessi maður frá Moody's vissi nefnilega vel að þetta er freisting sem hefur orðið mörgum gjaldeyrisforðanum að falli, því í hita augnabliksins er svo auðvelt að missa skynsemina og fara að ímynda sér að hægt sé að verja myntina gegn ofurkröftum. Endalaus röð af seðlabönkum heimsins hafa reynt þetta í erfiðum aðstæðum og er hausinn oftast blásinn af þeim og forðinn gufar upp
Ekki á þeirra vakt
En þetta gerðist bara ekki hjá Seðlabanka Íslands. Hausinn var ekki blásinn af Seðlabanka Íslands og gjaldeyrisforða þjóðarinnar var ekki eytt í halda uppi vonlausu gengi einungis hinum vonlausu til hjálpar
Þjóðin getur því þakkað hæfum mönnum Seðlabanka Íslands fyrir að hún á ennþá gjaldeyrisforða. Honum var ekki eytt til hjálpar hinum vonlausu. Hann var geymdur handa þjóðinni. Geymdur ef til harðinda kæmi og ef Ísland hefði þurft að halda út og þrauka eitt og yfirgefið í óvinveittri baráttu - og ef þurft hefði að semja illvíga samninga við umheiminn, algerlega án utanaðkomandi hjálpar. Það hefði því verið hægt. Styrkleiki í samningum er nauðsynlegur en hann hverfur þó oftast ef þjóðin sveltur. Þetta var tryggt vegna þess að það sátu hæfir hagfræðingar og vanir stjórnendur í Seðlabanka Íslands. Banka þjóðarinnar. En núna á samt að reka þá
Næsta atriði í krísustjórn undir áföllum - og ennþá hér samkvæmt Moody's - er að tryggja að það sé ekki gert áhlaup á gjaldeyrisforðann. Að hann endi ekki á Cayman eða í hólfi í Singapore í eigu fárra aðila. Þetta tryggði Seðlabanki Íslands einnig. Gjaldeyrisforðinn er þarna ennþá, fyrir þjóðina. Seðlabanki Íslands sýndi hér í verki að hann er stofnun sem brást ekki. En mikið var lagt á hann. Öllu var hrúgað á þessa stofnun. Óhæfum fjármálageira á ólöglegum vaxtahormónum, óhæfum rembum útrásar og einnig eyðslusamri ríkisstjórn. Svo biðja menn um kraftaverk á meðan allt var gert sem yfirhöfuð var hægt að gera til að þröngva Seðlabankanum til að grípa til örþrifaráða. Gjaldmiðillinn níddur niður, sífellt grafið er undan öllu með innilegri heimsku fjölmiðla, forvígismenn lýðskrumast í akkorði og Samfylkingin grefur undan starfshæfni ríkisstjórnarinnar þegar mest ríður á að hún sé sterk og þróttmikil
Hin nýja ríkisstjórn Íslands heldur eins og öll vinstri öfl alltaf halda að það sé hægt að laga allt ef bara settar eru fleiri reglur. Hún heldur að allir hætti að aka óvarlega vegna þess að þeir hafi bílpróf. En vandamálið er bara það að ríkisstjórn Íslands situr núna ölvuð undir stýri og er að keyra yfir á rauðu ljósi út um allt. Hún mun brjóta allt og bramla í ölæðinu. Hún er nefnilega ofurölvi og víman er hefndarþorsti, skítt með þjóðina og skítt með landið. Ölvunaræði þar sem bakarar bæjarins verða hengdir opinberlega sem smiðir. Brátt mun brauðið því þverra
En hver gerði þetta?
En hver gerði árásina á Ísland, á myntina, á Seðlabankann, á ríkissjóð og á öryggi þjóðarinnar? Það veit ríkisstjórnin ekki, hún hefur ekki tíma, því hún er úti að aka
Ekki einu sinni seðlabankastjóri Evrópusambandsins mun geta fengið vinnu hjá nýju ríkisstjórn Íslands því hann hefur ekki prófið. Þess utan þá hefur hann aldrei prófað neitt nema að búa í ríkisreknu hagkerfi svo prófið skiptir heldur ekki máli hér. En núna getur nýja ríkisstjórn Íslands valið úr fullt af hæfum mönnum úr hinu fyrrverandi af öllu fyrrverandi, þ.e. frá leifunum af fjármálageira Íslands og klappstýrum gulláranna
Þvílíkir kjánar og einfeldningar. Næst verður forsætisráðherrann krafinn um skilríki þegar hann/hún þarf að fara á . . . já þú veist.....Ofanskráð er tekið af bloggi Gunnars Rögnvaldssonar og er athyglisvert innlegg í þá einlitu umræðu sem átt hefur séð stað hér á landi í kjölfar atburða þeirra er leiddu til falls bankanna. Grunnhyggnir tækifærissinnar úr rýmsum áttum hafa reynt að skjóta pólitískum keilum, ráðast á Seðlabanka Íslands og gera hann að blóraböggli. Forsætisráðherra vinstri starfsstjórnarinnar hefur látið etja sér á foraðið og fjölmiðlar hafa básúnað upp órökstutt blaðrið semi stórasannleiik, að forsenda afturbatans í efnahagsmálum sé að finna í hreinsunum í yfirstjórn Seðlabanka Íslands! Spyrja mætti hvort í kjölfar fall Lehman brothers bankans í Ameríku, sem hafði keðjuverkandi áhrif á starfsemi vestrænna banka, hvort Hörður Torfason, Jóhanna Sigurðardóttir og Co. ætli ekki að skrifa Obama bréf og spyrja hvort hann vilji ekki reyna að víkja Ben Bernanke seðlabankastjóra úr starfi (hann er með 14 ára samning frá 2006). Hvergi í hinum vestræna heimi annars staðar en hér hafa ríkisstjórnir reynt að reka yfirmenn seðlabankanna í kjölfar bankakreppunar. Þær eru upplýstari en svo um orsakir vandans.
Óttar Felix Hauksson, 25.2.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.