28.2.2009 | 22:21
Leitin að þjóðinni og Bláa lónið
Nú fer viðburðarríkri viku senn að ljúka. Seðlabanka - Höskuldar - og Ingibjargarmál hafa átt athygli þjóðarinnar og fjölmiðlanna. Bjóst við skemmtilegri Spaugstofu en varð fyrir vonbrigðum. Núna eigum við víst að fara að syngja okkur út úr vandanum. Það er svo sem gott og blessað að vera jákvæður, en ég held að afskaplega fáir hafi löngun til að syngja hástöfum þegar fulltrúar sýslumanns mæta á heimilið til að innsigla það. Mér fannst það alveg mislukkað.
Við erum hægt og bítandi að skera á öll tengsl við samfélag þjóða. Við erum með mikilmennskubrjálæði og teljum greinilega enn, að það skipti engu máli hvað umheiminum finnst um okkur. Allsherjar gjaldþrot, atvinnuleysi og landflótti kemur ekki einu sinni fyrir okkur vitinu. Núna erum við búin að losa okkur við Bandaríkjamenn sem vinaþjóð, því að við skulum sko stunda okkar hvalveiðar hvað sem öðrum finnst! Víða íhuga ferðaskrifstofur að fjarlægja nafn Íslands úr ferðabæklingnum af sömu ástæðu.
Í Þýskalandi misskilja menn forsetann okkar og gera síðan stólpagrín að fyrrverandi seðlabankastjóra og því er lýst í háði, að það hafi þurft lagabreytingu til að koma manninum úr Seðalbankanum. Við könnumst svo öll við "bömmerinn" í Hardtalk. Einhverntímann "hér í den" var litið upp til okkar en fornaldarfrægðin virðist vera framtíðin.
Og svona í lokin: Hefði viljað sjá formann Samfylkingarinnar stíga til hliðar og gefa Jóhönnu eftir sviðið. Það er með ólíkindum að manneskjan sem að fann hvergi þjóðina í mótmælaöldunni í desember og janúar skuli fara fram á stuðning hennar við sig. Hvílík ósvífni. Jóhanna tók sig vel út með forsætisráðherrum Norðurlandanna í Bláa lóninu og ég held að enginn hafi misskilið hana......
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.