Forsetaembættið - virðingin og skömmin

Forsetinn okkar hefur komið mjög illa út úr skoðanakönnunum undanfarið. Við vitum öll hvers vegna.  Hann hefur jú undanfarin misseri verið einn helsti hvatamaður fyrir  íslensku útrásinni. Það fór nú eins og það fór. Þjóðin fór á hausinn.

Miðað við fylgi þessa manns í skoðanakönnunum og einnig þá pólitísku gjörninga sem að hann hefur á samviskunni í sínu forsetaembætti, ætti hann auðvitað að segja af sér. Hann hefur orðið þjóðinni til stórskammar með hátterni sínu á alþjóðavettvangi.

Það var sú tíð að það var forseti í þessu landi sem hét Kristján Eldjárn. Hann bar hróður Íslands víða og hvarvetna var borin virðing fyrir þessum manni. Hann kom nefnilega fram fyrir hönd þjóðar sinnar en ekki til að mikla sjálfan sig. Það mættu margir taka hann sér fyrirmyndar í sínum störfum. Óhóf og yfirborðsmennska var Kristjáni heitnum, fjarri skapi.

Ég öfunda ekki Ólaf Ragnar, þrátt fyrir allar milljónirnar sem að hann fær frá okkur skattborgurum, að sitja á Bessastööum miðað við það fylgi sem að hann hefur. Hann vonar auðvitað að þetta muni ganga yfir með tíð og tíma. Vonandi áttar Ólafur Ragnar sig á því að  tíminn og tíðin er breytileikum háð og hann hefur brotið flestar, ef ekki allar brýr að baki sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband