5.3.2009 | 19:12
Var einhver búsáhaldabylting?
Alveg er það með ólíkindum að horfa upp á Alþingi Íslendinga. Reynt er að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti lagt fram frumvörp til bjargar þjóðarskútunni.
Talað er um seinagang ríkisstjórnarinnar, en hvernig í ósköpunum á ríkisstjórnin að geta gert nokkurn skapaðan hlut, þegar Framsókn gerir ekkert annað en að tefja og trufla.
Framsókn ætlaði að verja Samfylkingu og Vinstri græn vantrausti, en núna er Framsókn komin í gamla bandalagið með Sjálfstæðismönnum gegn ríkisstjórninni í frumvarpi um loftslagsbreytingar.
Við þurfum varla að rifja upp hvernig Framsókn kom að frumvarpi um Seðlabanka Íslands.
Það stefnir sem sagt allt í gamla samkrull Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna eftir kosningar.
Í þessum töluðum orðum er verið að fjalla um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins.
Bíddu við.........var einhver að tala um búsáhaldabyltingu.......?
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.