Mengi- eða hlutfall úr mengi?

Kvöldið hefur verið viðburðaríkt í fréttalegum skilningi. Örfáir menn (3-4) þurrkuðu upp allt fjármagn gamla Kaupþings með því að lána sjálfum sér FLEIRI HUNDURUÐ MILLJARÐA rétt fyrir hrun, án trygginga að sjálfsögðu, hvað annað.

Icesavemálið hefði farið í allt annan farveg ef efnahagsráðgjafinn hefði talað við yfirmann sinn(fyrrverandi forsætisráðherra), en efnahagsráðgjafanum fannst það greinilega óþarfi og Ísland rann út á tíma í kjölfarið og fékk á sig hryðjuverkalaög.

Björgvin G. Sigurðsson fv. viðsk.ráðherra efstur í sínu kjördæmi í prófkjöri, það er greinilega verið að verðlauna hann fyrir vel unnin störf í aðdraganda og afleiðingum bankahrunsins, eða þannig.

Borgarafunda- og Austurstrætismótmælendur þyrpast nú í prófkjör, ábyggilega með góðum ásetningi. Hvað ætli líði langur tími þangað til að það verði búið að heilaþvo þetta fólk og það komið í gamalkunnu pólitísku stellingarnar sem að tíðkast nú á þingi?

Veit ekki, en mér finnst skrítið að sjá fyrrverandi fréttamanninn Sigmund Erni Rúnarsson vera á leiðinni á þing. Í mínum augum er hann tækifærissinni, er ýmist vinur "litla" mannsins eða aðalsins(sbr Kryddsíld 2008).

Ingibjörg Sólrún upplýsti þjóðina í kvöld í Spjallinu með Sölva, að þjóðin væri mengi og enginn einstakur mótmælandi á Borgarafundi, ætti rétt á því að tala í nafni þjóðarinnar. (nota bene þá voru u.þ.b. 10 mótmælafundir búnir að vera á Austurvelli). Varðist fimlega þegar Sölvi spurði hana um það svar á borgarafundi, að þjóðin væri ekki að mótmæla.

 Slapp of vel frá þeirri spurningu að mínu mati. En konan er greinilega mikið veik, það fer ekki á milli mála. Furðulegt að valdafíknin geti orðið svo mikil að frami skuli ennþá vera aðalatriðið hjá konunni.

Góður þáttur hjá Sölva að vanda en nú ætla ég að ljúka þessu bloggi og fara í pínulitla sjálfsskoðun: Er ég hluti af mengi eða þjóð? That's the question.FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband