8.3.2009 | 22:25
Flikk, flakk og heljarstökk.
Það er skrítið að engum hafi dottið í hug að bjóða Evu Jolie hingað til lands fyrr en nú. Það eru rúmir 5 mánuðir frá bankahruni og núna fyrst er Kaupþing að afhjúpast sem ein allsherjar svikamylla sem að "gambleraði" með aleigur fólks. Hreint og klárt spilavíti, nokkur hundruð milljarðar takk fyrir!
Það er hálf furðulegt að vera núna á leiðinni í kosningar, hvert hneykslismálið af öðru afhjúpast í bankageiranum og bankahrunspólitíkusarnir eru að komast í efstu sætin í prófkjörunum?
Hingað til finnst mér umræðan um bankahrunið hafi verið svona "flikk flakk", en heljarstökkið var tekið í dag í Silfri Egils. Viljum við ekki svikamylluna og landráðamennina burt eða viljum við dæma okkur í áratuga þrældóm?
Við höfum áður sem þjóð, losað okkur við ánauð og kúgun. Við erum að tala um framtíð barnanna okkar. Til hvers var barist í búsáhaldabyltingunni svokölluðu, ef að við ætlum að láta staðar numið nú?
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.