14.3.2009 | 01:26
Björn Jörundur og Jón Ólafsson takið ykkur tak!
Að mínu mati er Selma Björnsdóttir einum of stjórnsöm í Idol stjörnuleit. Í tveimur þáttum í röð hefur Selma ráðskast með Björn Jörnund og Jón Ólafsson. Það þykir greinilega sjálfgefið að skoðun Selmu á 5. keppandanum sem á að komast áfram, sé sá sem að hún hefur mestar mætur á.
Jón og Björn Jörundur farið nú að taka ykkur tak.
Klúðrið í kvöld (föstudagskvöld) með Sigga sem komst fyrst áfram "fyrir tæknileg mistök" í örfáar sekúndur (Framsóknarvírus), var nátturulega alger steypa, en þegar hann svo í tvígang var annar aðilinn sem að hafði möguleika áfram, en annar tekinn í staðinn, þá fannst mér nú taka steininn úr.
Bjössi og Jói látið ekki Selmu algerlega valta yfir ykkur.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.