Kardemommubærinn okkar Íslands

Alveg fannst mér furðulegt að sjá Sjálfstæðismenn hafna Dögg Pálsdóttur í prófkjöri helgarinnar. Dögg ruddi brautina á sínum tíma í starfi Umboðsmanns barna og gerði það með miklum sóma. En Dögg er greinilega ekki metin að verðleikum í sínum flokki og er það miður. Ég tel að hún sé hörkudugleg og heiðarleg.

En mikið var ég glöð að sjá góðan árangur Valgerðar Bjarnadóttur í Samfylkingu í Reykjavík. Hún á þetta svo sannarlega skilið.

Furðulegt að sjá Bjarna Ben í Silfri Egils efast um að útrásarvíkingarnir hafi sett þjóðina á  hausinn og rænt og ruplað bankana innan frá.

Hressandi að hlusta á Evu Joly í lok Silfurþáttar, manneskja sem að þorir að nefna hlutina réttum nöfnum og fer ekki í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.

Það er við hæfi að Kardemommubærinn sé á fjölunum núna. Það ætti að vera skyldumæting fyrir útrása- og fjárglæframenn á þessa sýningu. Þeir myndu þá í kjörfalið, örugglega fara í hópferð til Tortola og láta okkur "smælingjana" fá peningana "okkar".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband