17.3.2009 | 22:57
Hlekkir og ánauð AGS.
Það var furðulegt að heyra um lánið frá Alþjóðagj.sjóðnum sem að vísu er ekki farið að snerta á enn. Það er sem sagt með himinháum vöxtum og nokkrar millur eru víst þegar komnar á alþjóðalánið sem að átti að bjarga öllu.
Engin þjóð ætlaði að lána okkur krónu fyrr en lánið frá AGS væri tryggt, því að hin lánin áttu öll að fara í gegnum AGS með alls konar fyrirvörum. Já hreinsunareldur AGS er mikill.
En mig langar að vita, hvað varð um lánin sem okkur var lofað og í hvað voru peningarnir settir? Átti ekki allt að vera opið og gegnsætt?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður orðið Íslandi. Ekki má lengur skrifa upp á eða semja um eitt eða neitt nema AGS segi já og amen. Himinháir stýrivextir og gjaldeyrishöft eru gjafir AGS til Íslands.
Blóðugast af öllu er það, að við hefðum að öllum líkindum ekki þurft að leita til AGS ef Íslandi hefði verið treyst á alþjóðavettvangi. Gífuryrði stjórnvalda hér á landi, forsetans okkar og fyrrverandi Seðlabankastjóra urðu til þess að enginn treysti okkur lengur.
AGS mun verða Fangelsmálastjóri íslenska "lýðveldisins" næstu áratugina.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.