18.3.2009 | 02:38
Einelti og geðraskanir.
Mér dettur í hug einelti. Eineltisumræða sprettur upp öðru hvoru en dettur svo niður, svo skrítið sem að það nú er. Sonur minn lenti í alvarlegu einelti árum saman í grunnskóla. Vel gefinn, myndarlegur ungur drengur fékk ekki frið fyrir skólafélögunum og skólastjórnendur "kóuðu" með eins og það er kallað.
Það er erfitt fyrir foreldri að sjá barn sitt smátt og smátt breytast úr hláturmildu og kátu barni í kvíðið og hrætt barn. Sonur minn var mjög harður af sér en þegar að eineltið tók að versna umtalsvert síðustu ár hans í grunnskóla, brotnaði hann.
Hér er ég að gera langa sögu mjög stutta. Einelti heltekur ekki bara barnið heldur alla fjölskylduna og jafnvel framtíð barnsins þíns. Sonur minn er nú, sem betur fer, 8 árum seinna að ná aftur tökum á lífinu. Það er aðallega hans dugnaði og viljastyrk að þakka.
Hann var byrjaður í Fjölmennt við Túngötu sem að var skóli fyrir fólk með geðraskanir. Mjög vel rekinn skóli, ætlaður fyrir þá sem að höfðu dottið út úr námi. Syni mínum gekk þar vel, en það var ekki mikill vilji hjá stjórnvöldum þessa lands að halda þessum skóla opnum, þannig að nú er hann ekki svipur hjá sjón.
Þar var verið að gera virkilega góða hluti. Þarna má Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra, skammast sín fyrir að berjast ekki fyrir þessu skólastarfi.
Hvað kostar sólarhringurinn á legudeild Landspítalans og ég tala nú ekki um fjárhæðirnar sem að fara í lyfjakostnað. Það hefði mátt spara þjóðfélaginu hundruð milljóna króna á ári með því að hjálpa fólki með geðraskanir að komast aftur út í lífið.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.