Róbert, Róbert minn, Róbert góði bangsi .............. halló!

Jæja Róbert minn hvað á nú þessi ferðaskrifstofa að heita? Jú Pure Health. Vantar víst eitthvert samþykki fyrir því en hvað er það á milli vina? Manni hreinlega ofbýður enn og aftur!

Þegar Róbert fékk ekki businessinn á Suðurnesjum í gegnum vildarvin sinn Guðlaug Þór, þá leitar hann að sjálfsögði annarra leiða til þess að auka, laga, bæta.... o.s.frv. sína "eiginfjárstöðu". Hvenær í ósköpunum verða þessir menn eiginlega stoppaðir af?

Að hans sögn (Róberts) er aðstaða til skurðlækninga ekki nóg góð hér á landi og með þessu ætli hann að bæta hana. Maður kemur nú ekki morgunmatnum niður lengur.


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þú verður að fyrirgefa, okkur vantar störf, ef einhverjir hafa áræði til þess að skapa þau, skiptir þá máli hvort þeir eigi einhverja vini, eða ekki vini. Viltu frekar fleiri álver? og hvað annað leggur þú til...

Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2009 kl. 08:18

2 identicon

Það voru fjárglæframenn sem að komu þjóðinni á hausinn. Eigum við að fá fjárglæframenn til þess að bjarga henni? Róbert Wessman var tekinn fram fyrir aðra í útboð fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að gagntilboðin væru mun hagstæðari. Hvers vegna skildi hann hafa fengið þetta verk við Háskólann í Reykjavík?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvað er að fólki sem lætur eins og einhver sé glæpamaður þegar hann ætlar að skapa viðskipti á heilbrigðissviði? Þetta eru ferðamenn sem fara um heiminn í leit að heilbrigðisþjónustu og greiða fyrir það stórfé. Vantar okkur kannski ekki atvinnuhvetjandi starfsemi og erlendan gjaldeyri inn í landið? Er bara fínt að hrúga hingað inn erlendum ferðamönnum sem koma með matinn í bakpoka og ganga örna sinna á hálendinu? Hvernig er Róbert að misnota ykkur með þessari hugmynd sinni?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.3.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bíddu nú aðeins við. Ég minnist þess ekki að Róbert Wessmann hafi verið settur í flokk með fjárglæframönnum. Þú leiðréttir mig ef ég hef ragnt fyrir mér. Hins vegar rámar mér í eitthvað útboð hjá Háskólanum í Reykjavík vegna einhverra hurða, frá fyrirtæki sem þessi maður átti hlut í.

Það ég sakna enn tillagna frá þér hvað varðar atvnnuuppbyggingu. Fólk sem vill ekki 300 störf, á tíma sem hér ríkir alvarlegt atvinnuleysi, hlýtur að hafa aðar lausnir,annað er ruddaskapur.

Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2009 kl. 09:00

5 identicon

Mig langar að spyrja, hvers vegna er Ísland gjaldþrota. Jú við litum svo upp til "útrásarvíkinganna" og treystum þeim til alls góðs. Það er auðvelt að slá upp flottum fyrirsögnum "Mun skapa 300 störf". Jón Ásgeir og co. skópu víst tugi þúsunda starfa en viltu segja mér: Hvers vegna er Ísland á vonarvöl?  Var það eitthvað í tengslum við áhættufjárfestingar og gera Ísland að einum allsherjar "vogunarsjóði"? Það hefur aldrei þótt til vansa að athuga sögu manna í fjármálum. Róbert er ekki með hreint borð og það vita allir.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

óþolandi oft hvað störfum er gert mishátt undir höfði 

nokk sama hvaðan gott kemur, en því eru þessi störf merkilegri en td fiskvinnslustörf ? af fiskinum höfum nóg ekki satt ?

hafið góðan dag

Jón Snæbjörnsson, 20.3.2009 kl. 09:04

7 identicon

Það er ekkert atvinnuleysi meðal þess heilbrigðisstarfsfólks sem gera á út á. Aftur á móti eru langir biðlistar eftir aðgerðum, m.a. liðskiptaaðgerðum á eldra fólki sem er farlama og kvalið heima. Við önnum ekki okkar eigin þörf. Aftur á móti eru laun hér lægri og kostnaður minni en í Bandaríkjunum, enda greiddi almannafé fyrir aðstöðuna, m.a. á sjúkrahúsinu í Keflavík. Aðstöðuna (nýju skurðstofurnar) sem Róbert, Grímur Sæmundsen og félagar ætla að gera út á. Skattborgarar Íslands greiða stóru fjárfestinguna . Hagnaðurinn einkavæddur. Af hverju byggja þeir ekki spítala með skurðstofum við Bláa lónið?

C4 (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:11

8 identicon

Mikið er gott að hafa svona gullfiskaminn Sigurður minn.  en jæja úr því að hugsunargangurinn er sá að allt sé fallt fyrir peninga, þá breyti ég víst ekki því sjónarmiði þínu.

 Lausnir: Jú, t.d. leggja af forsetaembættið 200-300 milljónir á ári þar (allur kostnaður innifalinn)

Loka nokkrum sendiráðum ( eins og verið er að gera í Noregi núna) nokkrir milljarðar þar yfir árið (Per 1 sendiráð).

Fækka þingmönnum

Hætta með skilanefndir bankanna (eru ekkert að gera en kostar okkur hundruð milljóna samkvæmt áreiðanlegum fréttum).

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:14

9 Smámynd: Liberal

Athyglisvert... þú ert á móti þessu af því að þú bara fílar ekki manninn?

Hvað er hann að leggja til sem skerðir þín lífsgæði?

Hvað er hann að leggja til sem hefur neikvæð áhrif á þig?  Annað en að vera í andstöðu við þínar þröngsýnu kreddur?

Það er fólk eins og þú sem ert stærsta ógn við íslenskt samfélag - fólk sem ætlar að hindra í lengstu lög að nokkur fái að gera nokkurn skapaðan hlut hér á landi.

Svei þér 

Liberal, 20.3.2009 kl. 10:11

10 identicon

Hvar hef ég sagt eitthvað um það að ég fíli ekki manninn?  Nefndu mér dæmi. Ég hef lesið hans viðskiptasögu og það er nóg fyrir mig.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:44

11 identicon

Jæja, kæri Liberal, var það ég sem að gerði Ísland að einum stórum vogunarsjóði? Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfan sig.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:48

12 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þórkatla, það er ekkert rangt við að vera viðskiptamaður með góðan heila. Það er öllu verra að vera þrönsýnn afturhaldspúki. Þú getur ekki alhæft svona að allir viðskiptamenn séu glæpamenn sem misnota land og þjóð. Skoðaðu málið aðeins; Okkur bráðvantar aukinn ferðamannafjölda, okkur bráðvantar erlendan gjaldeyri, okkur vantar störf og ruðningsáhrif þjónustunnar í önnur fyrirtæki, okkur vantar að nýta fjárfestinguna sem gerð var á HSS betur og fá af henni tekjur (samfélagið). ´Róbert er að benda á þá staðreynd að þarna erum við mjög samkeppnishæf, ekki er fullnýting á skurðstofum HSS, ekki er fullnýting á starfsmönnum á skurðstofu HSS og hann vill kaupa þessa þjónustu af sjúkrahúsinu. Ennfremur byggja upp atvinnuskapandi þjónustufyrirtæki sem engin áhrif mun hafa á aðra grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Hvað er að því? Ertu bara á móti því af því að hann er ríkur? ertu bara á móti því af því að þú fannst ekki upp á þessu eða hefur ekki þessi sambönd? Þetta er ekki útrás þetta er frekar innrás aukins fjölda neytenda sem vill kaupa af okkur íslendingum þjónustu og koma með peningana sína til okkar. Ertu viss um þegar þú skoðar huga þinn að þú sért á móti þessu á réttum forsendum? Hefur þú betri tillögu?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.3.2009 kl. 11:16

13 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jón Snæbjörnsson og C4 bið eftir aðgerðum hér fer ekki eftir fjölda starfsmanna heldur samþykktum fjölda frá Heilbrigðisráðuneytinu. Biðin er ekki til komin vegna þess að ekki náist að anna eftirspurn, heldur eftir fjölda þeirra aðgerða sem heilbrigðiskerfið er tilbúið að greiða á hverju ári. Með samdrætti núna kemur til með að verða minni nýting á þessu starfsfólki. Hér er til starfsfólk fyrir þetta að mestu nema kannski helst í endurhæfingunni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.3.2009 kl. 11:24

14 identicon

Ég held að við gætum öll grætt á því að gera Ísland að heilsulandi, og það má auðvitað gera á margan máta. Hér er hreina loftið, tært drykkjavatn, hveravatnið, vel menntað fólk og stórkostleg náttúra.  Í stað þess að einblína á álverksmiðjur, ættum við að fara inn á þekkingarsviðið.  Mayo Clinic , sem Róbert Wessman nefnir, og ætlar að hafa samstarf við er heimsfrægur spítali.  Sú  fína stofnun hefur ekki samstarf við hvern sem er. Að gera Ísland að heilsulandi væri eitt það besta, sem ég gæti hugsað mér.  Því  tilheyrir líka margt gott á ótal sviðum, sem ég get ekki talið upp, þau eru svo mörg.    

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:03

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þorkatla ég er enn að bíða eftir tillögum frá þér varðandi atvinnuuppbyggingu. Ef þú ert á móti tillögum sem gætu skapað 300 störf, bara af því að þeim kemur einhver sem þú kallar auðmaður, þá verður þú að hafa einhverjar aðrar hugmyndir eða leiðir. Nú skora á ég þig að koma fram með þínar hugmyndir annars er erfitt að taka hugleiðingar þinar alvarlega.

Sigurður Þorsteinsson, 20.3.2009 kl. 13:35

16 identicon

Ég var að svara hér að ofan. Spara nokkur þúsund milljarða í bruðl, dæla peningunum ú í atvinnulífið.  Ég þekki sögu Róberts Wessmann í viðskiptum.

Þórkatla Snæbjörnsóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband