20.3.2009 | 09:45
Er þetta við hæfi? Hann er viðskiptaráðherra þjóðarinnar!!
Dæmisaga Gylfa af Tryggva, Þór og Herberti
Gefum okkur að þrír ímyndaðir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá t.d. Tryggva, Þór og Herbert, skrifar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar virðist Gylfi dulbúa skot á Tryggva Þór Herbertsson sem ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins hefur mælt fyrir hugmyndum um 20 prósenta flatri niðurfellingu skulda.
Viðskiptaráðherra setur upp litla dæmisögu um hvernig hugmyndir Tryggva Þórs og framsóknar muni útleggjast ef þrír einstaklingar ættu í hlut.
Tryggvi og Þór skulda hvor um skig Herberti 10 milljónir. Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum. Þór er hins vegar afar illa stæður og fyrirséð að hann mun ekki geta greitt neitt af láni sínu, skrifar viðskiptaráðherra.
Herbert veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva og Þórs á hálfu nafnverði, vitandi að helmingur skuldarinnar væri tapaður.
Nú bregður svo við að fyrirskipun kemur frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. Því fagnar Tryggvi enda fær hann tvær milljónir gefnar frá Herberti, sem hann þó hafði enga þörf fyrir . Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vélsleða eða mótorhjól. Þór lætur sér fátt um finnast enda er hann í jafnslæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða 10 milljónir sem hann getur ekki greitt. Vandi hans er áfram óleystur. Nú hefur hins vegar bæst við vanda Herberts, sem hefur tapað tveimur milljónum. Hann klórar sér í hausnum yfir því, enda skilur hann ekki hvernig hann á að nota tapaða kröfu á Þór til að finna tvær milljónir til að gefa Tryggva.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gylfi er snillingur, bara snillingur. Svona eiga alvöru ráðherrar að tjá sig, ekkert að pakka hlutunum inn í pólitískan gjafapappír heldur kalla kúk kúk, og skít skít þegar það á við.
Gylfi vex og vex og verður vonandi áfram í þessari stöðu í nýrri vinstristjórn gegn spillingu og siðleysi.
Þór Jóhannesson, 20.3.2009 kl. 10:27
Sjálfsagt mikil speki í þessu hjá Gylfa.
Ég minnist hins vegar orða Gylfa Magnússonar í útvarpsviðtali ekki löngu áður en hann varð ráðherra. Þar sagði Gylfi að ekki verði komist hjá því að afskrifa eitthvað af skuldum fyrirtækja og heimila og það væri eins gott að gera það strax því við kæmumst ekki hjá því hvort sem er og það yrði bara dýrara fyrir þjóðfélagið að fresta því.
Hvað það er sem breytti "kollinum" á Gylfa eftir að hann varð ráðherra verður hann að útskýra fyrir þegnum landsins.
Í huga mínum er Tryggvi Þór meira traustvekjandi persóna en Gylfi. Tryggvi Þór kemur inní pólitíkina með góðar hugmyndir og vill koma þeim í verk.
Gylfi Magnússon snýr rassinum í þjóðina um leið og hann sest í ráðherrastólinn og gefur greinilega núll og nix í sínar fyrri hugmyndir.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:29
Ertu svona tregur Páll eða ertu bara að snúa út úr? Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir - enda ekki annað hægt en það er forheimska að ætla að afskrifa 20% á línuna, auðmenn sem fátæklinga! Heimskulegasta frjálshyggjuplott sem komið hefur fram síðan Hannes Hólmstein talaði um "dautt fjármagn" og "íslenskus viðskiptasnilldina".
Þór Jóhannesson, 20.3.2009 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.