20.3.2009 | 11:19
Upprifjun er alltaf góð.
Til upprifjunar fyrir suma. Róbert Wessmann fékk úthlutað verki i Háskólanum í Reykjavík fyrir stuttu, þrátt fyrir að aðrir sem að buðu í verkið, hafi boðið mun betur. Hvernig skildi eiginlega standa á þessu?
22. febrúar, 2009
Wessman með Birni Inga
Orðið á götunni er að auðmaðurinn Róbert Wessman sé fjárhagslegur bakhjarl fréttavefsins Pressunnar sem Björn Ingi Hrafnsson ætlar að hleypa af stokkunum um næstu mánaðamót.
Pressan verður með aðsetur í Turninum við Smáratog í Kópavogi þar sem eru höfuðstöðvar Róberts.
Fram hefur komið að Róbert Wessman á 40% hlut í Viðskiptablaðinu. Hann hafði uppi áform um rekstur skurðstofu á Suðurnesjum, en ólíklegt er að það mál komist á rekspöl eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson hætti sem heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson tók við.
Róbert Wessman er hluthafi í Háskólanum í Reykjavík og jafnframt eigandi Capacent Gallup, sem er atvinnumiðlun, ráðgjafarstofa og sér jafnframt um skoðanakannanir og fylgist með notkun fjölmiðla.
Sagt er að gamall samstarfsmaður Björns Inga úr forsætisráðuneytinu í tíð Halldórs Ásgrímssonar, Steingrímur Sævarr Ólafsson, verði með honum á Pressunni. Steingrímur var upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, en kallaður spunameistari af andstæðingum Framsóknarflokksins. Hann var fréttastjóri Stöðvar 2 þar til í fyrrahaust.
Meðal annarra sem leggja Birni Inga lið er teiknarinn Henrý Þór Baldursson sem birt hefur margar smellnar myndir á bloggi sínu Skrípó.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.