Hvað er að gerast í flokknum?

Bjarni Benediktsson formannskandidat Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu í dag að aðild að ESB sé mjög brýn. Hér talar hann þvert gegn vilja um 70 % fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Er nokkur furða að fólk spyrji sig: Á hvaða leið er flokkurinn?

Í mörg ár á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd, sat Bjarni beggja vegna borðsins. Annars vegar inni á þingi og í allskyns nefndarstörfum á vegum flokksins. Hins vegar sat hann m.a. í stjórn hjá N-1 og í fleiri fyrirtækjum. Það var ekki fyrr en hann var í alvöru farinn að hugsa til formannsembætttis Sjálfstæðisflokksins að hann "hætti" afskiptum af viðskiptum.

Mér finnst undarlegt að úr svo fjölmennum flokki kom aðeins einn maður til greina sem formaður. Maður sem að kastar sprengjum rétt fyrir landsfund og hefur verið á kafi í fyrirtækjarekstri samhliða þingmannsstarfinu, árum saman.

Átti ekki allt að vera "gegnsætt" og "upp á borði" eða eru það bara "yesterday news"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Forystukreppa Sjálfstæðisflokksins hét Geir Hilmar Haarde. Þegar hann gafst upp á sjálfum sér hófst leit að nýjum leiðtoga. Þessi flokkur hefur ekki innan sinna raða neinn einstakling sem hefur tekist á við stærri verkefni en að skoða horfur á verðbréfamörkuðum og sópa snjóinn af stéttinni framan við einbýlishúsið sem pabbi stóð strauminn af.

Bjarni Benediktsson var valinn leiðtogaefni flokksins og verður að gjalda þess að vera alnafni ættarskörungsins og í samanburði við hann ásamt samanburð við gamla formanninn Davíð Oddsson. Þetta veldur honum þeirri ógæfu að í staðinn fyrir að vera bara núll er hann óþægilega stórt núll.

Þessi ógæfa Bjarna litla er hinsvegar íslensku þjóðinni mikil gæfa í dag.

Árni Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 21:30

2 identicon

Ég er sammála þér. Forystukreppan er alger. Davíð einokaði flokkinn og hafði engan áhuga á að leiða arftaka sinn fram í dagsljósið, það mátti auðvitað enginn skyggja á hann (Davíð).

"Davíðisminn" mun verða dragbítur á flokknum um ókomin ár. En ég harma það ekki.

Þórkatla Snæbjörnsdótttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband