21.3.2009 | 21:48
Það er ódýrara að skemmta sér heima....?
Það er ódýrara að skemmta sér heima........er slagorð Stöðvar 2 þessa mánuðina. Dagskráin í kvöld fram að þessu hefur ekki verið beisin. Bíómynd síðan ég veit ekki hvenær, líklega 1960, er búin að vera aðaldagskrá kvöldsins. Maður ætti nú ekki að þurfa að borga fyrir svona laugardagsdagskrá.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú svo lítil sjónvarpskona að stöð 2 er ég ekki með.
En blessuð og sæl Þórkatla þú kommst inn á síðu mína um daginn og mér fannst nafnið þitt áhugavert.
Afi minn sagði ætíð: ,, Hvað segir þú gott í dag Þórkatla litla" aldrei var hann spurður af hverju hann notaði þetta nafn, en svo er einnig nafnið Snæbjörn til í minni fjölskyldu þó eigi nátengt sé.
Þess vegna spyr ég til gamans: ,,Hvaðan ert þú ættuð og ert þú fædd 1958?
Að sjálfsögðu þarft þú ekki að svara mér frekar en þú villt.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.3.2009 kl. 12:46
Sæl Guðrún Emilía,
Alveg sjálfsagt að svara þér. Ég er jú fædd í Hafnarfirði 1958, en flutti 2ja ára gömul upp á Akranes, og bjó þar til að verða 13 ára og flutti þá aftur í "fjörðinn" 1971 og hef verið þar síðan.
Faðir minn er Snæbjörn Jóhannsson ættaður frá Litlu-Fellsöxl í Innra-Akraneshreppi. Verður 95 ára í sumar ef að Guð lofar. Móðir min Helga Ingólfsdóttir, ættuð frá Vopnafirði er hins vegar látin.
Fyrirgefðu hvað ég svara þér seint, það er búið að vera alveg yndislegt útivistarveður í dag.
Kveðja. Þórkatla
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:17
Það er allt í lagi þó þú hafir svarað mér seint ég hef allan heimsins tíma og þekki ég vel veðrið í firðinum , þegar ég var að alast upp komum við oft til langafa og okkar fólks þau bjuggu að Strandgötu 45 það hús var síðan rifið.
Við erum allavega eitthvað tengdar í Íslendingabók og er það í gegnum Jórunni ömmu mína sem er löngu dáin.
Gaman að uppgötva svona tengdir.
Einn bloggari var einmitt í dag að komast að því að hún og ég erum þremenningar.
Kveðja til þín Þórkatla mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.3.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.