22.3.2009 | 18:04
Katrín og rjómaterturnar.
Katrín Jakobsdóttir upplýsti landsmenn í Sjálfstæðu fólki s.l. sunnudag að hún hefði lengi verið búin að hlakka til að komast í ríkisstjórn, til þess að geta borðað dýrindis rjómatertur í morgunmat. Á okkar kostnað að sjálfsögðu. Þeir landsmenn sem hún telur sig vera að berjast fyrir, eiga hins vegar margir hverjir ekki fyrir mat og verða að treysta á Fjölskylduhjálpuna, Hjálparstofnun krirkjunnar og fleiri hjálparsamtök í viku hverri til að sjá sér og sínum farborða.
Steingrímur J. tjáir sig lítið um sínar matarþarfir. Hins vegar virðist hann vera orðinn skoðanalaus um AGS. Engin þörf á að skila láninu núna. Tölum nú ekki um hvalveiðarnar. Engin þörf á að gera neitt í því máli, þó svo að við séum að missa viðskiptatengsl erlendis, sem að hefur tekið mörg ár að byggja upp.
Þessar þjóðir segja: Við höfum ekki viðskipti við þjóð sem að drepur hvali. En þetta skiptir Steingrím J. engu máli lengur. Á meðan að hann hefur um 500 000 kr. í laun sem þingmaður, um 800 000 kr. í laun sem ráðherra (þessar tölur nefndi Katrín í áðurnefndu viðtali, Steingrímur er varla eftirbátur hennar?) og einhverja 100 000 kalla í viðbót í nefndarstörf þá skiptir þetta víst engu máli lengur!
Ég tala nú ekki um, eftir að hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir, að þjóðin ætlar að láta þetta sjónarspil vera ráðandi næstu árin hér á landi, þá er auðvelt að láta "sannfæringuna fallera".
Verði þér svo að góðu Katrín mín, ég er viss um að það verða rjómatertur í boði eftir kosningar.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.