22.3.2009 | 22:23
Formannsslagur og formannsþráhyggja!
Það er alveg á hreinu að ef að Kristján nær ekki formannsslagnum núna og er búinn að tapa varaformannsslagnum áður gegn Þorgerði Katrínu, þá er hans pólitíska framtíð í flokknum ansi tvíræð að mínu viti.
Líkt og með Lúðvík Geirsson hér í Hafnarfirð sem að hafnaði í 3. sæti í Kraganum en stefndi að því 1. Var áður talinn einn af þeim efnilegri sem Samfylkingarformanni framtíðarinnar.
Allt er í heiminum hverfult og þarf lítið til að málin breytist. Hefði sjálf viljað sjá Lúðvík í 1.sæti og síðar í formanninn. Jóhanna Sig. gerði stórpólitísk mistök með því að svara ekki fyrr en um seint og um síðir kallinu um formannsstöðuna.
Ég missti álitið á henni, hún gerði þarna lítið úr fólkinu í Samfylkingunni sem að beið í ofvæni eftir svari frá henni og gerði líka lítið úr kjósendum Samfylkingarinnar. Hún gaf engum öðrum færi á að bjóða sig fram og beindi (neikvæðri) athygli að sjálfri sér.
Hefur síðan ekki enn gefið upp hve lengi hún ætli sér formannsstólinn. Er þetta ekki "pínu" hroki hjá verðandi formanni í "fínum og flottum flokki" eins og hún orðaði það sjálf?
Kristján Þór tilkynnir um framboðsáform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.