24.3.2009 | 17:57
Jóhanna á reynslulausn fyrir góða hegðun?
Spaugstofumenn tóku vel á málum s.l. laugardag um "afplánun " Jóhönnu Sigurðardóttur í stjórnmálum s.l. 20 ár.
Nú er hún búin að bjóða sig fram til formanns, á síðustu stundu að sjálfsögðu vegna þrýstings. Já svona gerast hlutirnir.
Nú í gær kom fram að Samfylkingarfólk ásamt Sjálfstæðismönnum tóku ekki mark á athugasemdum frá Davíð Odddssyni fyrrv. Seðlabankastj. í febrúar 2008 að ískyggilegir hlutir væru að koma fram á fjármálamörkuðum hérlendis.
Geir H.Haarde og Ingibjörg Sólrún héldu út í heim og sögðu að allt væri í himnalagi á Íslandi, þvert á þær upplýsingar sem að komu frá Davíð. Jóhanna Sig. "kóaði" með í þessari atburðarás.
Ég vona bara Jóhanna mín, að eftir kosningarnar 25. apríl , þar sem að þú verður væntanlega forsætisráðherra (allt fyrirfram ákveðið), fáir þú reynslulausn hið fyrsta vegna "góðrar hegðunar í fyrri ríkisstjórn".
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fv. seðlabankastjóri varaði ekki við einu né neinu, heldur voru það fulltrúar erlendra banka sem gerðu það á fundi og skráð var í nefnda skýrslu frá feb. 2008. Það höfðu slíkir fulltrúar reyndar oft gert áður á opinberum vettvangi og var þá frekar en á þessum fundi, ekki tekið á þeim mark og þar með talin var nú fv. seðlabankastjóri sem þú nefnir. Um skoðun þína á JS hér er ekkert að segja, en þú fórst hins vegar alrangt með einhver tengsl og stuðning blaðakonunnar Kolbrúnar Bergþórsdóttur við hana, sem svo aftur átti að sýna fram á óánægju með meinta ákvörðunarfælni forsætisráðherrans!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.3.2009 kl. 21:26
Leiðrétting, ekki var um skýrslu að ræða eins og reyndar sagt var í upphafi, heldur var um minnisblað að ræða.
Magnús Geir Guðmundsson, 24.3.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.