Davíð (Jesú?!) .... að eilífu amen, eða hvað?

Jesú Kristur var krossfestur forðum daga. Hann var boðberi kærleikans og það kunnu misyndismenn þess tíma ekki að meta. Að sjálfsögðu skyldi ráða þann mann af dögum sem að taldi hamingju felast í kærleik og umhyggju fyrir náunganum, en ekki í eltingarleik eftir gullkálfinum. Hvað hefur breyst? Hvar eru farísear okkar tíma?

Undarlegt þegar að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins líkir örlögum sínum við örlög Krists á krossinum. Þessi fyrrum formaður lofsöng útrásarvíkingana, sem að stálu bönkunum (peningum landsmanna) innan frá, í taumlausri grægði sinni og siðvillu. Fyrir þessum mönnum söng þessi fyrrv. formaður ferfalt húrra og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.

Í febrúar 2008 varaði hann stjórnvöld við í hvað stefndi í hagkerfi þessa lands, en birtist svo á á sjónvarpsstöð erlendis um mánuði seinna og sagði að "economy of Iceland is quite extraordinary good", sem sagt það væri allt í himnalagi á Íslandi. Hvernig er hægt að taka mark á þessum manni? Vil ég minna á hér að Davíð Oddsson var valinn versti seðlabankastjórin Evrópu, fyrir ekki svo mörgum vikum síðan, af virtu viðskiptatímariti.

Í ræðu sinni á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins fer Davíð í gamalkunnar stellingar, hæðir og spottar menn, miklar sig á kostnað annarra. Þetta er gamalkunn aðferð þeirra sem að hafa engar málfefnalegar varnir. Það má segja að það hafi verið dapurlegt að hlusta á þennan mann, enn dapurlegra var að hlusta á klappliðið fyrir aftan, sem að reyndi að láta þetta allt saman líta vel út á ljósvakamiðlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband