29.3.2009 | 16:35
Ekkert uppgjör í Sjálfstæðisflokknum.
Kristján Þór Júlíusson gerði mikil mistök með því að láta undan þrýstingi og gefa kost á sér til formanns. Sem þaulreyndur maður í pólitík átti hann að sjá að þetta var fyrirfram tapað. Engeyjarættin hefur enn það sterk ítök hér á landi.
Hann hefði átt að gefa Bjarna Ben. frítt spil að þessu sinni, en bjóða sig svo fram eftir 2 ár þegar óánægðir flokksmenn væru endanlega búnir að viðurkenna mistök sín í valdastjórn sinni í 18 ár. Þá hefði Kristján átt greiða leið í stöðu formanns flokksins.
Á tveimur árum getur ýmislegt skeð og það er aldrei að vita nema að hann muni fá tækifæri þá. En þangað til þarf hann að skoða bæði baklandið og fyrst og fremst uppgjörið við fortíðina. Ég er ekki Sjálfstæðismanneskja en tel að hann hefði reynst flokknum vel í þeim öldudal sem að hann er nú. Halelújakór er ekki sá kór sem að fólk samþykkir nú. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sem endranær slíkur kór, þar hefur ekkert breyst.
Bjarni kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flottur formaður kjörinn... ég er mjög sáttur. :) mikil endurnýjun þarna í gangi, annað en aðrir flokkar geta státað af.
Frelsisson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:44
Á það að vera þannig á Íslandi að fólk blæði fyrir uppuna sinn? Á fólk að fara sjálfkrafa á varamannabekkinn ef aðrir fjölskyldumeðlimir hafa haft einhver völd eða áhrif? Nei.
Talandi um endurnýjun. Steingrímur J. er nýkjörinn formaður Vg. Katrín Jakobsdóttir er nýkjörin varaformaður. Jóhanna Sigurðuardóttir ráðherra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn er formaður Sf. Guðjón Arnar er nýkjörinn formaður Fl. Umræða um litla endurnýjun eða uppgjör í Sjálfstæðisflokknum er ekkert annað en hræsni.
Karlsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:53
Það er sama hver er kosinn formaður
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður hagsmunasamtök fyrir spillingröflin í landinu.
Ingólfur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:26
Hvaða spillingaröfl Ingólfur? Baugsveldið? Ertu ekki að ruglast á flokkum?
Karlsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.