Kolkrabbaleikurinn í íslensku þjóðfélagi. Bentu á þann sem að þér þykir bestur?

Það fylgir mannkyninu að vilja skipta sögunni niður í tímabil, tímabilunum síðan í enn annan undirflokk. Það er nokkuð langt síðan að bókin Kolkrabbinn var skrifuð. Olli hún miklu fjaðrafoki í íslensku samfélagi og sitt sýndist hverjum.

Það má segja að þetta hafi verið "tími Kolkrabbans" og einhvernveginn fékk maður það á tilfinninguna þá, (long time ago) að íslenskt þjóðfélag myndi breytast í kjölfarið.

Siðan tók "Davíðisminn" við. Ég man að ég, fyrir um 10-15 árum síðan, orðaði stundum manna á meðal, að ég væri eiginlega búin að fá nóg af þessarri aðdáun og dýrkun á Davíð. Þetta kynni ekki góðri lukku að stýra.  Viðbrögðin voru þannig að ég ákvað að nefna þetta ekki á nafn í langan tíma.

Síðan tók við tími útrásarvíkinga, allir "flottir" og stjórnvöld, bankarnir, forsetinn og Davíð "kóuðu" með.

Maður vill trúa því að tími útrásarvíkinga sé liðinn en ég er ekki svo viss um að svo sé. Maður vill líka trúa því að Davíðstíminn sé liðinn, en er það svo?

Á meðan að ekki fer fram gagnrýnin og gagnger endurskoðun og hreinsun á íslensku stjórnkerfi, þannig að engar leifar verði eftir af gömlu klíkunum, þá held ég að breytist fátt. Kannski á yfirborðinu en ekkert meira en það.

Við sjáum það á kjöri formanns Sjálfstæðisflokksins um helgina, þar sem  Kolbrabbinn er kominn í endurnýjun lífdaganna.

Við sjáum það líka á háttalagi Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Kraganum sem að hótaði að fara út af lista Samfylkingarinnar ef að prófkjörsreglur yrðu ekki brotnar og henni fært 3. sætið á listanum á silfurfati.

Og maður sér það líka á svo mörgu öðru.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband