Vantar ekki pínu meiri endurnýjun hjá Flokknum?

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla hér um styrkjamálið en bíðið við. Bjarni Ben. telur málinu lokið, punktur basta! Sem sagt við eigum að trúa sögunni um tvo góðvini Guðlaugs Þórs sem að söfnuðu "smá" pening fyrir flokkinn og löbbuðu síðan með peninginn upp í Valhöll og afhentu Geir peninginn, eða þannig.

Hvers vegna var t.d. Þorgerði Katrínu varaformanni flokksins og mörgum öðrum flokksmönnum ekki sagt frá því að fjárhag flokksins væri borgið í bili? Hún segist allavega ekkert hafa vitað um styrkina.

Við, "fólkið í landinu" eigum sem sagt að trúa svona endemis vitleysu. Fyrst er Guðlaugur margsaga um málið, Bjarni Ben. telur Kjartan hafa vitað um styrkina, en Kjartan segist bara ekkert hafa vitað um þá?! Ja hérna.

Fyrst var það landsfundarskúbbið þar sem að fyrrverandi formaður Flokksins tætir í sig starf endurreisnarnefndar Flokksins og landsfundarmenn klappa mikið. Fatta síðan eftir á fyrir hverju þeir voru að klappa.

Síðan málþófið á Alþingi og loks styrkjamálið. Maður hefði haldið að ný forysta vildi sýna úr hverju hún væri gerð og væri mikið í mun að sýna að til starfa væri komin ný forysta með nýjar áherslur.

En nei, einhvernveginn finnst manni þetta bara vera sami gamli myglaði osturinn......


mbl.is Kjartan stendur við fyrri orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband