60 ár aftur í tímann - stöðnun, deyfð - lökust lífskjör í Evrópu.

Ég held að allir hefðu gott að lesa það sem Margeir Pétursson hefur fram að færa. Við skulum samt vona að orð hans rætist ekki, en hvað veit maður? Í þessu ástandi heldur Sjáfstæðisflokkurinn Alþingi í málþófsgíslingu..........

14.4.2009

Krónan áfram í frjálsu falli: Gengur spádómur Margeirs eftir um flóðgáttina?

Íslenska krónan virðist enn í frjálsu falli eftir páska, rétt eins og hún virtist vera síðustu dagana fyrir hátíðirnar. Velta margir fyrir sér hvort svartur spádómur Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns MP Banka, sé nú að ganga eftir.

Gengisvísitalan stóð í  220 stigum við opnun markaða en stendur nú í 224. Lækkun krónunnar var komin yfir 2% í hádeginu í dag. Gengi krónunnar hefur nú lækkað umtalsvert frá því í marsbyrjun eða um 15-20% gagnvart helstu gjaldmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka. Þar kemur jafnframt fram, að gengi krónunnar hefur nú ekki verið lægra á þessu ári. Evran kostar nú tæplega 171 krónu og dollarinn tæplega 129 krónur. Pundið er á 192 krónur.

Á Alþingi í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega að Seðlabankinn beitti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að verja gengi krónunnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra brást hart til varnar og sagði ekki verjandi að nota dýrmætan gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar í slíka tilraunastarfsemi.

Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunarinnar í síðustu viku að nefndin teldi að lækkun krónunnar undanfarið megi rekja til tímabundina þátta, t.d. tiltölulega mikilla árstíðarbundinna vaxtagreiðslna af krónuskuldabréfum og innistæðum í eigu erlendra aðila. Nefndin telur ólíklegt að ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti bankans um eina prósentu 19. mars síðastliðin hafi haft veruleg áhrif á krónuna. Nefndin telur að í ljósi langtímagrunnþátta sé líklegt að krónan nái sér á strik á ný.

Í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að Margeir Pétursson, stjórnarformaður MB Banka, sagði í viðtali í Markaðnum með Birni Inga á Stöð 2, fimmtudagskvöldið 2. apríl sl. að stjórnvöld héldu hér uppi fölsku gengi með gjaldeyrishöftum.

„Ég bara segi
: Ef það eru gjaldeyrishöft þá getum við ekki átt frjáls viðskipti. Það er þess vegna algjört skilyrði þess að íslenska þjóðin nái vopnum sínum aftur, að hún geti aftur farið að stunda það sem gekk vel að mörgu leyti og það er að eiga frjáls viðskipti,“ sagði Margeir.

Hann benti jafnframt á að Ísland væri ekki í alfaraleið og það væri alls ekki sjálfsagt að útlendir fjárfestar vildu eiga hér viðskipti eða fjárfesta í íslenskum atvinnurekstri. „Ef við búum hér áfram við gjaldeyrishöft, falskt gengi og ofurháa vexti, þá mun ríkja hér algjör stöðnun og deyfð og við verðum aftur með ein lökustu lífskjör í Evrópu, eins og var hér fyrir sextíu árum eða svo.“

Margeir nauðsynlegt að hefja nú þegar viðræður við Evrópusambandið, enda þótt ekkert val stæði um annað en búa við krónuna nú um stundir. „Við erum í mjög miklum erfiðleikum og verðum að leita aðstoðar þar sem hjálpar er að vænta. Ég held að það sé nokkuð fullreynt með krónuna og líst betur á það, ef hægt er að tengjast evrunni. En þá þarf að hafa alveg á hreinu, að við verðum að gera það á mjög lágu gengi. Krónan er enn allt of hátt skráð og við sjáum það auðvitað á tvöfalda genginu. Við höfum ekki tekið út öll höggin og verðum að gera það,“ sagði Margeir.

Aðspurður um þau heimili og fyrirtæki í landinu sem hefðu tekið lán í erlendri mynt og  horft upp á þau stórhækka á undanförnum mánuðum, sagðist Margeir hvetja til þess að þeir sem hefðu tekjur í íslenskum krónum færðu lán sín einnig í sömu mynt. „Þau ættu nú að sæta lagi og fá sínum skuldum skipt yfir í íslenskar krónur áður en þessi flóðgátt opnast,“ sagði Margeir Pétursson þann 2. apríl sl.

Gengi krónunnar hefur síðan Margeir viðhafði þessi orð fallið umtalsvert, eða um 15-20%. Pressan hefur heimildir fyrir því að töluvert hafi verið spurt í bönkum og fjármálastofnunum dagana eftir viðtalið um möguleika á því að skipta erlendum lánum yfir í íslenskar krónur. Vart þarf að taka fram, að slíkar aðgerðir gætu orðið þungt högg fyrir mörg heimili þar sem yfirfærslugengið nú er allt annað og mun óhagstæðara en þegar lánin voru tekin á árabilinu 2005-2008.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband