Eva Joly úr leik.

Eva Joly leyfði sér að segja það sem að margir Íslendingar hugsa, að það eigi að sækja þá fjárglæframenn sem að hreinsuðu alla banka Íslands innanfrá, og setja þá á bak við lás og slá. Nei það má greinilega ekki segja svona voðalegan hlut. Hún er allt í einu orðin vanhæf og er ekki lengur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.

Datt manni ekki í hug. Það stóð nefnilega aldrei til að nýta sér þessa manneskju, til þess er hún of klár og sýnt var að hún myndi láta verkin tala. En það má ekki gerast í spillingarbælinu Íslandi. Virtustu manneskju í Evrópu á sviði efnahagsbrota er ekki treyst fyrir því að ná í útrásarvíkingana og sækja peningana okkar úr vasa þeirra.

Það var talað um launin hennar um 1300 þús á mánuði en var ekki ansi líklegt að við fengjum það margfalt til baka í formi fleiri hundruð eða þúsunda milljarða, sem að útrásarvíkingarnir skulda íslenskri alþýðu?

Einhverjir voru/eru? greinilega hræddir við það sem að kæmu myndi út úr rannskókn Evu Joly. Skyldi hræðslan ná til raða íslenskra stjórnmálamanna?

15.4.2009

Dómsmálaráðherra um Evu Joly: Einkum í alþjóðlegum hluta rannsóknarinnar

Mynd: domsmalaraduneyti.is
Dómsmálaráðherra segir að Eva Joly hafi tiltekið hlutverk sem lýtur einkum að alþjóðlegum hluta rannsóknar sérstaks saksóknara. Joly sé ekki lengur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérstakur saksóknari stjórni rannsókninni og taki ákvarðanir um saksókn í einstökum málum.

Þetta kemur fram í svörum Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Pressunnar í framhaldi af aðsendri grein Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýndi harkalega aðkomu Evu Joly að rannsók bankahrunsins og sagði hana hafa gert sig fullkomlega vanhæfa til starfa að rannsókn eða saksókn mála vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum.

Dómsmálaráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um atriði er lúta að rannsókn einstakra mála hjá hinum sérstaka saksóknara eða um einstaka starfsmenn eða sérfræðinga við embætti hans. Hún bendir þó á að Eva Joly hafi tiltekið hlutverk sem lýtur einkum að alþjóðlegum hluta rannsóknarinnar skv. samstarfssamningi hennar við hinn sérstaka saksóknara, svo og samræmingu milli innlendra rannsóknaraðila.

„Það er síðan í höndum hins sérstaka saksóknara að stjórna framkvæmd rannsóknar og taka ákvörðun um saksókn í einstökum málum,“ segir dómsmálaráðherra ennfremur.

Sigurður Már Jónsson, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, gagnrýndi í fyrri viku það sem hann kallaði sirkusinn í kringum Evu Joly og sagði ríkisstjórnina hafa haft beina aðkomu að rannsókn saksóknara með ráðningu hennar.

Ragna Árnadóttir segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft beina aðkomu að ráðningu Joly, enda sé ríkisstjórninni eða einstökum ráðherra ekki heimilt að hafa afskipti af rannsókn mála hjá ákæruvaldi eða lögreglu. Hinn sérstaki saksóknara sjái sjálfur um ráðningu síns starfsfólks og hafi Ólafur Þór Hauksson ráðið Evu Joly til sín sem ráðgjafa við embætti sérstaks saksóknara þann 28. mars 2009.

„Þar með lauk hlutverki Evu Joly sem ráðgjafa ríkisstjórnarinnar,“ segir dómsmálaráðherra.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2, að Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu
.

Þar tóku fleiri lögfræðingar tóku undir orð Brynjars Níelssonar, svo sem Sigurður Líndal og Björg Thorarensen, um að yfirlýsingar sem þessar, séu óheppilegar á meðan mál eru í rannsókn.

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði meðal annars að ekki væri útilokað að málið eyðileggist vegna yfirlýsinga hennar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 úr embættismannakerfinu hefur Eva Joly einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara en samningur hennar tók formlega gildi 1. apríl. Þá er hún ekki komin með nein málsgögn í hendurnar sem varðar rannsóknina eða einstök atriði hennar.

Heimildamaður fréttastofu sagði að hún myndi væntanlega lítið nýtast við rannsóknina sem slíka. Ráðningasamningur hennar lýtur einungis að almennri ráðgjöf, fyrst og fremst aðstoð við gerð réttarbeiðna og samskipti við erlenda aðila. Hún hefur ekki, og mun væntanlega ekki koma beint að rannsókn einstakra mála. Sami heimildamaður segir að yfirlýsingar Evu Joly geri það að verkum að hún muni ekki getað starfað að rannsókninni með beinum hætti.

Þegar ráðning Evu Joly var kynnt kom fram að kostnaður við störf hennar og fylgdarsveina gæti numið allt að 70 milljónum króna á ársgrundvelli, til samanburðar má nefna að heildarframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nema um 120 milljónum. Samningurinn við Joly gerir ráð fyrir að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Eva Joly mun vera væntanleg til landsins á næstu dögum til þess að kynna sér stöðu mála.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband