16.4.2009 | 23:09
ESB, borgarafundir og tímaleysi.
Ég sakna þess í þeim umræðum sem hafa verið á borgarafundunum undanfarið að það er ekki minnst á ESB. Hvernig í ósköpunum er hægt að ræða framtíð þessa lands án þess að fjalla ítarlega um þetta mál. Kristján samgönguráðherra minntist á þetta á borgarafundi í Norðausturkjördæmi núna í kvöld og hlaut mikið klapp fyrir.(smá baul líka) Ég var ánægð með Kristján þarna.
Eins og nú er háttað finnst mér í raun vera ógerlegt að ræða um atvinnumál hér á landi án þess að aðildaviðræður að ESB og gjaldmiðilsmálin séu sett samhliða inn í umræðuna.
Eitt svona í lokin. Mikið óskaplega er þreytandi þegar að stjórnendur borgarafundanna klifa á því að það sé svo lítill tími eftir o.s.frv. Fréttastjóri RÚV ætti að útvega þáttastjórnendunum meiri tíma. Það eru nú ekki alþingiskosningar á hverjum degi.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.