16.4.2009 | 23:21
Þið ættuð að skammast ykkar!
Ekki get ég verið sammála vinstri flokkunum hérna. Við höfum nóg við peningana okkar að gera. Var ekki Katrín að segja í fyrrakvöld að það ætti að lækka laun og hækka skatta? Þetta er gæluverkefni Katrínar greinilega sem að hún þurfti að koma í gegn fyrir kosningar, ef að ske kynni að hún fengi ekki menntamálaráðherrann eftir kosningar.
Er það virkilega það brýnasta að fjölga um 400 manns á 3 árum þeim einstaklingum, sem að munu þiggja launin sem að við borgum þeim. Vinstriflokkar þið ættuð að skammast ykkar!
Svei mér þá ég held að ég skili auðu í kosningunum næstkomandi.
Lög um listamannalaun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísland eyðir minni peningum í listir heldur enn allir nágrannar sínir. Það hefur sýnt sig að stuðningur við listir skilar sér aftur inní efnahaginn á mun öflugri hátt heldur enn vegavinna og álversframkvæmdir. Þetta hefur verið kannað ítrekað í löndunum í kringum okkur. Eins og í öllum öðrum fögum eru það rannsóknir og tilraunamennska sem endurlífga og þróa menninguna. Poppmenningin dregur líka lífskraft sinn úr þessum jarðvegi. Auk þess er þetta atvinnuskapandi og skilar sér 10 falt aftur inní samfélagið sem gagnrýni, aðhald, afþreying, uppbygging og atvinna.
Þetta eru smáaurar á mjög góðum vöxtum
Þegar maður hefur gaman af menningu eins og bókum og tónlist hlýtur maður að velta fyrir sér hvers konar starf liggi á bakvið þessi verk.
Berglind (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.