20.4.2009 | 14:22
Er klofningur um ESB eður ei? Steingrímur J. já eða nei!
Ég fagna því að Jóhanna tekur af skarið í sambandi við ESB aðild og segir okkur kjósendum nákvæmlega hvernig þetta horfir við henni. Að bíða í 4 ár eftir fullri ESB aðild og fá evru sem gjaldmiðil er ansi langur tími, en nú á þessum tímum, skiptir máli að sýna að við ætlum að vera með. Aftur á móti hef ég ekki heyrt annað en að Steingrímur J. sé alfarið á móti aðildaviðræðum og aðild að ESB.
Hvernig á þetta eiginlega að fara saman? Hefur hans afstaða eitthvað breyst? Ekki hef ég orðið vör við það. Við, kjósendur eigum rétt á að vita ef að einhver sinnaskipti hafa orðið hjá Steingrími J. Ég vil fá að heyra þetta frá hans eigin brjósti en ekki í gegnum Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta virkar ekki þegar að 5 dagar eru til kosninga.
ESB-viðræður í júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér Þórkatla.
Auglýsi eftir skýrum skilaboðum hér. Ég vil geta treyst því að sá flokkur sem ég kýs muni sannanlega leiða okkur inn í ESB og lúta ekki í lægra haldi fyrir duttlungum smærri flokka sem engin svör hafa.
Sigmar S. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:55
Ég er sammála ykkur Þórkötlu og Sigmari, en með öfugum formerkjum þó. Ég vil heyra nákvæmlega hversu mikið VG eru tilbúnir að gefa Samfylkinguni eftir í þessu máli áður en ég ákveð hvað ég kýs.
(Samfylkingin og Framsókn koma ekki til greina hjá mér)
Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 15:18
Þau ætla sér greinilega að komast framyfir kosningar á gráa svæðinu og svara engu nógu skýrt.
Carl Jóhann Granz, 20.4.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.