Illugi, Þráinn, þöggunin og virðingin.

Styrkjamálin eru í algleymingi. Mig undrar að heyra ekki lengur nafn Illuga Gunnarssonar efsta manns í Reykjvík norður, nefnt á nafn? Einungis nöfn Guðlaugs Þórs og Steinunnar Valdísar. í upphaflegri frétt um þetta mál, í fyrradag, var nafn Illuga nefnt á nafn meðal þeirra sem að hefðu fengið ofurstyrk frá FL-Group.

Síðan hefur stöðin ekki nefnt nafn Illuga á nafn. Samt sem að áður sagði Stöð 2 hafa öruggar heimildir fyrir þessari frétt. Er það bara ég, en mér finnst þetta undarleg þöggun?

Var rétt í þessu að heyra í Þráni Bertelssyni í fréttum Stöðvar 2. Þar sagðist hann ekki ætla að skila tæpum 2 000 000 kr. listamannalaunum, þó svo að hann kæmist á þing með 520 000 kr. á mánuði plús nokkur hundruð þúsund fyrir nefndarstörf. Hann ætlaði að halda listamannalaununum vegna virðingar við Alþingi!

Ekki má gleyma því að alþingismenn þurfa ekki að borga blaðaáskriftir, áskrift að Ríkissjónvarpinu, ekki heldur símareikning og fá svo margir væna uppbót vegna búsetu.


mbl.is Dregur saman með flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband